Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 113
Ferðir í Fjöll Suðursveitar
ir bændur í Suðursveit leitað sér matbjargar í Máva-
byggðir, bændurnir náðu einhverjum kindum þarna í
fjöllunum, síðar fékk sýslumaður fregnir af málinu og
við rannsókn kom í ljós að féð sem bændurnir tóku var
ómarkað og voru þeir dæmdir fyrir þjófnað. (Ferða-
bók Sveins Pálssonar bls. 280).
Vitað var að villifé eða útigangar héldu sig í fjöll-
unum að baki byggðar eða í nágrenni Breiðamerkur-
jökuls. Nú vitum við að útilokað er að hópar villifjár
hefðu lifað í þeim fjöllum sem við þekkjum sem
Mávabyggðir, þau fjöll eru vestan Breiðamerkurjök-
uls þannig að ótrúlegt þykir að Suðursveitungar hafi
brotist þangað til matbjargar þó hart væri í ári. Sá er
þetta ritar hefur komið í Mávabyggðir vestan Jökuls
fyrir fáum árum, mat hans er það að í þessum fjöll-
um gæti hrafn tæpast lifað af vetur, hvað þá sauðkind.
Ekki er hægt að útiloka að einhver ruglingur hafi orðið
milli Mávabyggða og Mávatorfu, en með hliðsjón af
samanburði örnefna í Öræfum og Suðursveit frá fyrri
öldum til nútíma, má telja ólíklegt að einhver vitræn
niðurstaða fengist úr slíku.
Jökla- og fjallarannsóknir í Suðursveit í 200 ár
Sagnir hafa geymst um að fólk úr Suðursveit hafi far-
ið til grasa undir Snæfell (Skaftfellskar þjóðsögur bls.
75). Einnig eru heimildir fyrir því að samgöngu-
land hafi fyrr meir verið milli Skaftafells í Öræfum
og Möðrudals á Fjöllum (Skaftfellskar þjóðsögur bls.
72). Slíkar heimildir sem þessar eru gulls ígildi, en
taka verður þeim báðum með nokkrum fyrirvara.
Þó hraustmenni hafi byggt Öræfi og Suðursveit
um aldir, þá er til of mikils ætlast af þeim að hafa drýgt
þær hetjudáðir sem hér var að framan vitnað til. Báð-
ar þessar tilvitnanir hafa verið teknar full bókstaflega
af seinni tíma mönnum og færðar í þjóðsagnastíl, án
þess að málið væri kannað nánar. Hvaða Snæfell var
það sem Suðursveitungar áttu að hafa farið til grasa
í. Seinni tíma menn þekktu aðeins Snæfell á Héraði
og var án efa vísað til þess í Skaftfellskum þjóðsög-
um. Það Snæfell sem Suðursveitungar fóru til grasa
í er af samgöngulegum ástæðum útilokað að hafi ver-
ið Snæfell það á Héraði sem við nú þekkjum. Þang-
að er í beinni loftlínu frá Kálfafellsstað í Suðursveit
55 kílómetrar, fær gangvegur um hálendið er nær 100
kílómetrar og af þeim sökum fremur ólíklegt að Suð-
ursveitungar einir hefðu farið þessa leið sér til mat-
bjargar, frekar en þeir sem nær voru eins og til dæm-
is fólk úr Nesjum eða Lóni. Sagan um grasaferðir
fólks úr Suðursveit í Snæfell á án efa við um annað
Snæfell en það sem við nú þekkjum. Breiðabunga,
fjallabákn mikið, 20–30 kílómetra langt frá austri til
vesturs og 10–15 kílómetra breitt frá norðri til suðurs,
liggur norðan allra byggðarfjalla, frá Kálfafellsdal í
Suðursveit allt að Sandmerkisheiði á Mýrum. Síðustu
sumur hefur lítill hluti vesturhlíðar Breiðubungu ver-
ið snjólaus og er ekki ólíklegt að einmitt á þær slóðir
hafi fólk úr Suðursveit farið til grasa á öldum áður.
Ekki spillir fyrir að leið sú sem Norðlendingar áttu að
hafa farið til sjóróðra í Suðursveit liggur þessa sömu
leið. Ekki er tiltakanlega löng leið úr Staðardal í Suð-
ursveit um Hálsatind að þeim slóðum Breiðubungu
sem nú eru að mestu snjólausar síðsumars. Vegfar-
andur um þjóðveg 1 eiga þess kost að fylgjast með á
næstu árum hvernig vesturhlíðar Breiðubungu losna
smátt og smátt úr viðjum jökulsins. Á hæð austan
Kvíár í Öræfum þegar sést heim að Kvískerjum er til-
valið að stöðva bifreiðina, taka upp sjónauka ef hann
er með í för og skoða fjöllin sem sjást í jöklinum norð-
an við Þverártindseggjar. Eyjólfsfjall sést allvel, snýr
frá vestri til austurs, 927 metra hátt, sýnist þó eins og
hundaþúfa í samanburði við Breiðubungu sem þarna
er norðaustan við. Miðað við breytingar á snjóalög-
um og jökulþykkt í vesturhlíðumBreiðubungu síðasta
áratug er ekki ólíklegt að þarna frá þjóðveginummegi
fylgjast með hvernig fjallið smátt og smátt skýrist.
Um árið 2020 má gera ráð fyrir að vesturhlíðar þess
verði að mestu snjólausar í 750–1200 metra hæð.
Um afrek smalanna í Skaftafelli og Mörðrudal
og gagnkvæm réttindi þessara jarða samkvæmt æva-
gömlum máldaga, er líklegast að einhver biskupinn
eða ritari hans, ef til vill hálfblindur og gleraugna-
laus, hafimisritað eða mislesið Skaftafell í stað Stafa-
fell. Vitað er að lönd Stafafells í Lóni og Möðrudals á
Fjöllum hafa á öldum áður legið nálægt hvort öðru,
samgangur sauðfjár þessara bæja hafi verið nokkur
áður en jöklar tóku að stækka. Skógur í Stafafelli var
öldum saman talinn hinn mesti í Skaftafellssýslu.
Ferðir Norðlendinga til útróðra í Suðursveit
Sagnir höfðu geymst um að Norðlendingar hefðu á
öldum áður komið til útróðra að Hálsahöfn í Suður-
sveit. Góð hafnaraðstaða og gnægð fiskjar á vormán-
JÖKULL No. 59, 2009 113