Jökull


Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 106

Jökull - 01.01.2009, Blaðsíða 106
Oddur Sigurðsson Mýrdalsjökull Sólheimajökull – Nú loksins hefur jökullinn skilað til baka því sem hann náði undir sig á framgangsárun- um frá 1970–1995. Þeir feðgar Einar og Gunnlaug- ur hafa þurft að breyta mælilínum vegna flökts á Jök- ulsá. Þeir segja frá því að bílastæði fyrir ferðamenn, sem vilja skoða jökulinn, hafi verið færð í humátt eftir hopandi jökultungunni. Þar hefur heimskunnur ljós- myndari James Balog komið fyrir myndavélum sem sýna vel breytingar á jöklinum. Um störf hans þar og víða annars staðar á jöklum heimsins má fræðast á vefsíðunni http://www.extremeicesurvey.com. Torfajökull Hálfdán Ágústsson segir jökulinn, sem er mældur bæði að norðan og sunnan, mun brattari að norðan- verðu en hann var 2006. Hann telur að stutt sé í að sporðurinn að sunnanverðu styttist mikið. Vatnajökull Skeiðarárjökull vestur, miðja – Hannes Jónsson segir að landi, sem er nýkomið í ljós, halli niður inn til jök- ulsins. Jökullinn sléttast og lækkar og lónin stækka. Skeiðarárjökull austur – Ragnar Frank Kristjánsson segir í skýrslunum frá stækkandi lónum við jökuljað- arinn. Hann telur að áframhaldandi hop jökuljaðars- ins veiti vatni frá austurhluta jökulsins í ríkara mæli í Gígjukvísl. Ummerki sýna að jökullinn hafi skrið- ið fram þrátt fyrir að mælingin sýni að jökullinn hafi styst. Vatnagangur kom í veg fyrir mælingu á austasta merkinu. Svínafellsjökull – Neskvísl sem rann frá jöklinum í Skaftafellsá er nú hætt að renna. Allt vatn frá jökl- inum fer nú um Svínafellsá. Falljökull – Hér mældist 63 m framrás sem er mjög óvænt. Ekki sáust þar áberandi ummerki framskriðs svo sem jökulgarður eða úfinn jökull. Ástæður þessa eru ókunnar. Kvíárjökull – Jaðarlón er orðið nær óslitið við sporð- inn og er þar erfitt að mæla. Jökulyfirborðið er áber- andi lægra en í fyrra. Stóra grjótjökulaldan hefur að mestu misst af sér grjóthlífina austan í móti. Hrútárjökull – Þó að sporðurinn hafi hreinsast á smá- bletti þar sem hann er mældur töldu þeir bræður Helgi og Hálfdán Björnssynir á Kvískerjum að mæling á þessum stað væri ekki marktæk lengur vegna þess að nú hefur jökullinn rofnað þar á bak við og er ekki í tengslum við meginjökulinn. Þann 9. september veittu þeir bræður því athygli að gríðarmikil sneið af bergstáli hafði klofnað frá Sauðafelli í Ærfjalli að vestan. Stykkið hefur sigið síðan fyrst var tekið eftir því en er enn heillegt og stendur en bíður þess að falla á jökulinn. Bræðurnir fóru á báti yfir Breiðárlón til mælinga á Breiðamerkurjökli. Nú háttar svo til að klappir hafa komið í ljós og því þurr leið vestan við lónið. Því var mælilínan færð þangað. Eftir bátsferð til baka yfir lónið að útfalli Breiðár gengu þeir til mælinga á Fjalls- jökli. Skálafellsjökull – Hópur röskra jarðfræðinema hefur tekið að sér að mæla jökulinn og er gott til þess að vita að þau eiga tíma fyrir sér og hafa faglegan áhuga á náttúrunni og bera umhyggju fyrir umhverfinu. SUMMARY Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995– 2006 and 2006–2007 Precipitation during the winter 2006–2007 was close to average. The summer of 2007 was a warmer than average. The mass balance of Hofsjökull was negative by a little less than a meter water equivalent on the south side but less than half a meter on the north side. Glacier variationswere measured at 44 locations. Two glacier snouts advanced, four snouts were stationary, and 38 retreated. 106 JÖKULL No. 59, 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.