Jökull - 01.01.2009, Síða 106
Oddur Sigurðsson
Mýrdalsjökull
Sólheimajökull – Nú loksins hefur jökullinn skilað til
baka því sem hann náði undir sig á framgangsárun-
um frá 1970–1995. Þeir feðgar Einar og Gunnlaug-
ur hafa þurft að breyta mælilínum vegna flökts á Jök-
ulsá. Þeir segja frá því að bílastæði fyrir ferðamenn,
sem vilja skoða jökulinn, hafi verið færð í humátt eftir
hopandi jökultungunni. Þar hefur heimskunnur ljós-
myndari James Balog komið fyrir myndavélum sem
sýna vel breytingar á jöklinum. Um störf hans þar
og víða annars staðar á jöklum heimsins má fræðast á
vefsíðunni http://www.extremeicesurvey.com.
Torfajökull
Hálfdán Ágústsson segir jökulinn, sem er mældur
bæði að norðan og sunnan, mun brattari að norðan-
verðu en hann var 2006. Hann telur að stutt sé í að
sporðurinn að sunnanverðu styttist mikið.
Vatnajökull
Skeiðarárjökull vestur, miðja – Hannes Jónsson segir
að landi, sem er nýkomið í ljós, halli niður inn til jök-
ulsins. Jökullinn sléttast og lækkar og lónin stækka.
Skeiðarárjökull austur – Ragnar Frank Kristjánsson
segir í skýrslunum frá stækkandi lónum við jökuljað-
arinn. Hann telur að áframhaldandi hop jökuljaðars-
ins veiti vatni frá austurhluta jökulsins í ríkara mæli
í Gígjukvísl. Ummerki sýna að jökullinn hafi skrið-
ið fram þrátt fyrir að mælingin sýni að jökullinn hafi
styst. Vatnagangur kom í veg fyrir mælingu á austasta
merkinu.
Svínafellsjökull – Neskvísl sem rann frá jöklinum í
Skaftafellsá er nú hætt að renna. Allt vatn frá jökl-
inum fer nú um Svínafellsá.
Falljökull – Hér mældist 63 m framrás sem er mjög
óvænt. Ekki sáust þar áberandi ummerki framskriðs
svo sem jökulgarður eða úfinn jökull. Ástæður þessa
eru ókunnar.
Kvíárjökull – Jaðarlón er orðið nær óslitið við sporð-
inn og er þar erfitt að mæla. Jökulyfirborðið er áber-
andi lægra en í fyrra. Stóra grjótjökulaldan hefur að
mestu misst af sér grjóthlífina austan í móti.
Hrútárjökull – Þó að sporðurinn hafi hreinsast á smá-
bletti þar sem hann er mældur töldu þeir bræður Helgi
og Hálfdán Björnssynir á Kvískerjum að mæling á
þessum stað væri ekki marktæk lengur vegna þess að
nú hefur jökullinn rofnað þar á bak við og er ekki
í tengslum við meginjökulinn. Þann 9. september
veittu þeir bræður því athygli að gríðarmikil sneið
af bergstáli hafði klofnað frá Sauðafelli í Ærfjalli að
vestan. Stykkið hefur sigið síðan fyrst var tekið eftir
því en er enn heillegt og stendur en bíður þess að falla
á jökulinn.
Bræðurnir fóru á báti yfir Breiðárlón til mælinga
á Breiðamerkurjökli. Nú háttar svo til að klappir hafa
komið í ljós og því þurr leið vestan við lónið. Því
var mælilínan færð þangað. Eftir bátsferð til baka yfir
lónið að útfalli Breiðár gengu þeir til mælinga á Fjalls-
jökli.
Skálafellsjökull – Hópur röskra jarðfræðinema hefur
tekið að sér að mæla jökulinn og er gott til þess að
vita að þau eiga tíma fyrir sér og hafa faglegan áhuga
á náttúrunni og bera umhyggju fyrir umhverfinu.
SUMMARY
Glacier variations 1930–1970, 1970–1995, 1995–
2006 and 2006–2007
Precipitation during the winter 2006–2007 was close
to average. The summer of 2007 was a warmer than
average. The mass balance of Hofsjökull was negative
by a little less than a meter water equivalent on the
south side but less than half a meter on the north side.
Glacier variationswere measured at 44 locations. Two
glacier snouts advanced, four snouts were stationary,
and 38 retreated.
106 JÖKULL No. 59, 2009