Skírnir - 01.09.2001, Page 10
274
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
forystu íslendinga, þannig að hvers konar framtak á þeim vett-
vangi yrði virkt afl í allri viðleitni þjóðarinnar til betra lífs.
Þessi stefna birtist glögglega í ritum sem félagið hóf útgáfu á
þegar eftir stofnun, Sturlunga sögu og Islenzkum sagnablöðum.
Með útgáfu Sturlungu, og í framhaldi af henni Arbókum Espólíns,
var ætlunin að sýna þjóðinni samhengið í sögu sinni í stað þess að
líta á elzta hluta hennar - söguöldina - sem einangrað fyrirbæri.
Með útgáfu Sagnablaðanna átti að færa þjóðinni tíðindi af því
helzta sem gerðist utanlands og innan auk þess sem þar birtust
ýmsar upplýsingar um hagnýt efni, einkum í löggjöf og stjórn-
sýslu. Áður höfðu Minnisverð tíðindi, sem Landsuppfræðingarfé-
lagið hafði gefið út, gegnt þessu hlutverki, en útgáfa þeirra hafði
lagzt af 1808 og tíðindi einungis náð til 1804. I fyrsta árgangi
Sagnablaðanna var bilið brúað með því að birt var yfirlit atburða
frá 1804-1817. Utgáfu Sagnablaðanna var hætt 1826, en árið eftir
hóf Skírnir göngu sína og tók við því hlutverki að flytja Islending-
um fréttir utan úr heimi auk hins helzta sem gerðist innanlands. Á
árunum 1871-1891 voru innlendar fréttir birtar í sérstöku riti sem
bar heitið Fréttir frá Islandi.
Hlutverki fréttarits gegndi Skírnir til ársins 1904 og raunar
nokkru lengur, eins og nánar verður vikið að síðar. Þannig opnaði
Skírnir íslendingum útsýn til annarra þjóða og má segja að hann
hafi í reynd verið helzti fulltrúi umheimsins á fáskrúðugu bók-
menntaþingi íslendinga, einkum á fyrri hluta 19. aldar. Með þessu
tvennu leitaðist félagið við að ná þeim markmiðum að styrkja
þjóðernisvitund íslendinga með því að sýna þeim samhengið í
sögu sinni og kynna þeim jafnframt það helzta sem var að gerast í
umheiminum.
Þegar líða tók á 19. öld og útgáfustarf í landinu efldist, m.a.
með verulegri fjölgun blaða og tímarita, varð Skírnir ekki lengur
sá boðberi erlendra tíðinda og menningarstrauma sem hann hafði
áður verið, enda styttist í að breytingar yrðu.
Árið 1880 hófst að frumkvæði Gríms Thomsens útgáfa Tíma-
rits Hins íslenzka bókmenntafélags, en þar skyldu birtast ritgerð-
ir sögulegs efnis, einkum á sviði menningarsögu, auk þess sem
fjallað skyldi um búfræði, náttúruvísindi, læknisfræði, og bók-