Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 11
SKÍRNIR
SKÍRNIR 175 ÁRA
275
menntir. Ævisögur merkra íslendinga skyldi birta og tíðindi flutt
af merkum uppgötvunum og til viðbótar þessu efni skyldu koma
kvæði bæði forn og ný. Óhætt mun að fullyrða að Tímantu) sé
meðal hinna merkustu sem út hafa verið gefin á Islandi og þar er
álitlegur fjöldi ritgerða sem enn halda fullu gildi, m.a. á sviði bók-
mennta, sögu, málfræði og heimspeki. En þegar á leið tók að bera
á óánægju með tímaritið og í nefndaráliti um breytingu á Skírni og
Tímariti Bókmenntafélagsins í marzmánuði 1904 fær tímaritið
þennan vitnisburð:
Tímarit það, er félagið hefir gefið út undanfarin 24 ár, hefir aldrei verið í
miklum metum af alþýðu manna, og mun orsökin vera sú, að þetta rit
hefir ekki verið nægilega fjölskrúðugt að efni, enda flutt mikið af vísinda-
ritgerðum, sem margar hefðu betur átt heima í Safni til sögu Islands. Um
Skírni er það kunnugt að mjög margir félagsmenn hafa æskt þess, að fé-
lagið hætti að gefa hann út.3
Hér voru aðfinnsluefnin tvíþætt, annars vegar að ritgerðir í tíma-
ritinu væru of fræðilegar og ekki við hæfi almennra lesenda og svo
hitt, þótt ekki segi það berum orðum, að fréttir bærust nú greið-
legar til landsins og blöð sem komu út viku- eða hálfsmánaðarlega
hefðu í reynd leyst Skírni af hólmi sem fréttamiðil. Tilraun hafði
verið gerð til að halda úti dagblaði og þess var skammt að bíða að
þau hæfu göngu sína.
Það varð því úr árið 1904 að slá þessum tveimur ritum saman í
eitt og birtist ritið í hinum nýja búningi 1905. Bar það heiti beggja
ritanna, Skírnir - Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags. Með
þessu var sú stefna tekin að gefið yrði út vandað alþýðutímarit,
margbreytt að efni, sem flytti stuttar, ljóst samdar ritgerðir um
framfaramál þjóðarinnar, einkum sem lytu að endurbótum á
menntun hennar og atvinnuvegum, sem færði alþýðu manna frétt-
ir af verklegum framförum annarra þjóða, breytingum á siðmenn-
ing þeirra, lífskjörum og lífsskoðunum, af merkum vísindanýj-
ungum sem á einhvern hátt léttu mönnum baráttuna fyrir lífinu og
víkkuðu sjónarsvið mannlegs anda. Þá ætti alþýða manna að fá
fréttir af merkustu bókum sem út kæmu innanlands og utan og
3 Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 25 (1904), bls. 204.