Skírnir - 01.09.2001, Page 12
276
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
gullkorn úr nútíðarskáldskap. Þessi stefna væri vænleg til að afla
félaginu alþýðuhylli.4 í hinum nýja búningi varð Skírnir fremur
framhald Tímaritsins en fréttaritsins Skírnis. Þess er þó að geta að
fréttabálkur var í Skírni allt til 1915, þannig að tengslin við hið
gamla fréttarit voru ekki með öllu rofin. En þá höfðu tvö dagblöð
hafið göngu sína sem öðluðust varanlegan sess, Vísir - nú Dag-
blaðið-Vísir DV - 1910, og Morgunblaðið 1913. Þegar svo var
komið hafði fréttaritið Skírnir lokið hlutverki sínu.
Guðmundur Finnbogason, síðar landsbókavörður og forseti
Hins íslenzka bókmenntafélags, var ráðinn ritstjóri hins samein-
aða tímarits og átti hann mestan þátt í að framfylgja og móta nán-
ar þá stefnu sem mörkuð hafði verið. Og svo vel tókst til að félags-
mönnum fjölgaði að miklum mun, þannig að á aldarafmæli félags-
ins voru þeir um 1170, en tíu árum síðar, 1926, voru þeir nálega
1700. Ritið kom út í fjórum heftum á ári, en nokkrum sinnum var
tveimur heftum slegið saman í eitt sem þá var þykkara sem því
nam. Við þetta stækkaði hver árgangur og var á tímabilinu
1905-1913 um 24 arkir, en 1914-1916 um 28 arkir. Þegar hér var
komið taldi stjórn Bókmenntafélagsins að kostnaður við Skírni
væri orðinn of mikill og það bitnaði á annarri útgáfu félagsins. Við
bættust miklar verðhækkanir eftir lok fyrri heimsstyrjaldar sem
ollu meiri útgjöldum en við varð ráðið.
Af þessum sökum var ákveðið 1920 að draga úr umsvifum við
útgáfu Skírnis og skyldi hann nú verða ársrit, 5-10 arkir að stærð.
Árið 1921 var hann um 10 arkir, en stækkaði brátt í 15 og hélzt
áþekk stærð um langt skeið. Árið 1969 var hann orðinn um 20
arkir og 1986 um 30. Þegar hér var komið þótti ástæða til að
skipta ritinu og kom það til framkvæmda 1987. Hefur Skírnir síð-
an komið út tvisvar á ári, vor og haust.
Framangreindar stærðir eru miðaðar við lesmálssíður en ekki
auglýsinga- og styrktarmannasíður. Að auki hafa Skírni fylgt
Skýrslur og reikningar Bókmenntafélagsins, ennfremur Félagatal
eins og frá upphafi og raunar lengur því að þetta efni fylgdi einnig
Sagnablöðunum frá því að þau hófu göngu sína 1817. Síðan 1971
hafa skýrslur þessar komið út annað hvert ár.
4 Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags 25 (1904), bls. 203-208.