Skírnir - 01.09.2001, Page 13
SKÍRNIR
SKÍRNIR 175 ÁRA
277
Á árunum 1969-1994 var gefin út Bókmenntaskrá Skírnis,
fyrstu tvö árin áföst Skírni, en frá 1971 sem sjálfstætt hefti sem
urðu samtals 26 og tóku yfir árin 1968-1993. Þar var getið höf-
unda fagurbókmennta, tilgreindir ritdómar, leikdómar, kvik-
myndagagnrýni og önnur skrif sem lutu að bókmenntaiðju þeirra
og birzt höfðu á því ári sem skráin náði til.5
Um efni Skírnis er það að segja að upp úr 1920 gerast ritgerðir
um íslenzk fræði, nánar tiltekið sögu, bókmenntir og tungu þjóð-
arinnar, fyrirferðarmeiri en verið hafði og upp úr 1950 eykst sér-
hæfing á þessu sviði, en frá 1968 flyzt áherzlan á eiginlega bók-
menntafræði og fer því fram til ársins 1984. Þá var tekið til við að
gera ritið fjölbreyttara, þó þannig að ákveðinni stefnu yrði fylgt.
Markmiðið var að birta vandaðar fræðilegar ritgerðir um helztu
þætti íslenzkrar menningar í víðtækum skilningi þess orðs og er þá
átt við íslenzka tungu, bókmenntir og sögu, auk þess heimspeki,
stjórnmál, sögulega náttúrufræði, listir og þjóðlegan fróðleik sem
svo er kallaður. Með öðrum orðum skyldu í Skírni teknir fyrir
sem flestir þættir íslenzkrar menningar bæði í sögu og samtíð og
þá með hliðsjón af þeim erlendu straumum sem ætla má að skipti
miklu fyrir Islendinga. Þeirri stefnu hefur verið fylgt síðan og allt
er þetta gert í þeirri von að styrkja sjálfsmynd íslendinga í heimi
sem stefnir óðfluga til alþjóðavæðingar.
Þetta sama ár - 1987 - var sú nýlunda tekin upp að bjóða skáldi
að birta ljóð í hverju hefti undir fyrirsögninni Skáld Skírnis. Jafn-
framt var tekinn upp sérstakur þáttur með fyrirsögnina Skírnismál
sem var ætlað að vera vettvangur styttri ritgerða, ekki sízt þeirra
sem ætla má að séu innlegg í umræðu þar sem skoðanir eru skipt-
ar um ýmis álitamál. Var þetta gert í þeim tilgangi að Skírnir
sinnti betur því meginhlutverki að hvetja til gagnrýninnar um-
ræðu um íslenzka menningu.6 Loks var sá siður tekinn upp árið
1990 að birta mynd af listaverki á kápu Skírnis og var höfundur
þess kallaður Myndlistarmaður Skírnis. Myndbirtingunni hefur
fylgt stutt grein um verkið og höfund þess. Með þeirri stefnu sem
5 Einar Sigurðsson: „Bókmenntaskrá Skírnis x aldarfjórðung og ári betur.“ Skírn-
ir 171 (1995), bls. 520-525.
6 Vilhjálmur Árnason: „Um Skírni.“ Skírnir 161 (1987), bls. 5.