Skírnir - 01.09.2001, Page 16
280
SIGURÐUR LÍNDAL
SKÍRNIR
skapi og skólagengnu fólki, einnig fólki með háskólamenntun,8
hefur fjölgað. Og þetta gerist á sama tíma og umræða um mikil-
vægi menntunar, þ.á m. endurmenntunar eða símenntunar, er há-
værari en nokkru sinni fyrr og birtist í fjölþættu námskeiðahaldi
sem virðist standa með miklum blóma.
Vafalaust eru margar skýringar á því. Fyrst er þess að gæta að
fjölmiðlum hefur fjölgað að miklum mun, þannig að margt kallar
á athygli manna. I annan stað lifum við á öld sérhæfingarinnar og
henni fylgir fjöldi rita sem helguð eru ákveðnu fræðasviði, bæði
bækur og tímarit. I þriðja lagi eru prentmiðlar ekki einir um hit-
una við að breiða út boðskap fræðimanna. Þeim til viðbótar kem-
ur útvarp og sjónvarp, þar með myndbönd og svo tölvutæknin
með öllum sínum úrræðum, m.a. Netinu. Ekki er vafi á því að
dregið hefur úr bókakaupum og bóklestri almennings, af sömu
ástæðum hefur dregið mátt úr blöðum og tímaritum og mörg lagt
upp laupana.9 Að undanteknum fáeinum metsölubókum fyrir jól-
in seljast bækur aðallega við það að vera notaðar í skólum og á
námskeiðum. Fræðigreinar úr tímaritum eru einnig notaðar á
sama hátt. Á þessu ritmáli hvílir hið blómlega símenntunarstarf
sem áður er vikið að.
Nú mætti ætla að slíkri menntafýsn fylgdu meiri bókakaup og
fleiri áskrifendur tímarita, en raunin er önnur. Kennslugögnin eru
að miklu leyti ljósrituð, einkum það efni sem tekið er úr tímarit-
um. Ljósritun er orðin sérstakt fjárhagslegt vandamál fræðilegra
tímarita. En hvað sem líður námskeiðahaldi og nýrri miðlunar-
tækni eru fræðibækur og fræðileg tímarit enn sú undirstaða sem
símenntun hvílir á og þessu hlutverki hefur Skírnir gegnt í 175 ár.
Kaupendafjöldinn segir því ekki allt um útbreiðslu og áhrif
tímarita eins og Skírnis. Eins og fyrr segir er mikið efni úr honum
8 Merking þessa orðs er orðin mjög óljós, eins og reyndar hugtakið „háskóli".
9 Það er ef til vill tímanna tákn að í fréttabréfi Islenzku bókaklúbbanna, septemb-
er 2001, eru auk bóka og geisladiska kynnt ferðahappdrætti fyrir þá sem greiða
áskrift bóka með greiðslukorti, einnig Expresso-kaffivél og 20 þúsund króna út-
tekt frá Rafha. Ennfremur herrasnyrtivörur, líklega handa þeim sem kaupa Karl-
mannahandbókina. Þá eru ferðatilboð til útlanda og djúpsteikingarpottar með
afslætti handa klúbbfélögum. - Einnig vekur athygli að í bókaverzlunum hopa
bækur fyrir annars konar varningi. Þessa gætir ekki sízt á landsbyggðinni.