Skírnir - 01.09.2001, Page 17
SKÍRNIR
SKÍRNIR 175 ÁRA
281
ljósritað og dreift í skólum og á námskeiðum; stundum er fengið
leyfi og greitt fyrir fjölföldun, en hitt virðist algengara að efni sé
tekið traustataki. Við bætist það efni sem ljósritað er til einkanota
og þá löglega. Þannig má fullyrða að ýmislegt efni úr Skírni nái til
mun fleiri manna en áskrifendafjöldi segir til um.
IV
í nálægum löndum eru kaupendur fræðilegra tímarita einkum
söfn, stofnanir og fyrirtæki. I þjóðfélagi sem er ekki stærra en hið
íslenzka eru slíkir kaupendur ekki nægilega margir til að vera slík-
um ritum viðhlítandi bakhjarl. Utgáfukostnaður er hins vegar
áþekkur. Afleiðingin er sú að hér verður að treysta á hinn almenna
kaupanda og á það jafnt við sérfræðirit (og þá eru kaupendurnir sá
hópur sérfræðinga sem í landinu er, t.d. læknar, lögfræðingar, hag-
fræðingar, verkfræðingar o.s.frv.) og fræðirit með almennari
skírskotun, eins og Skírnir. I slíkum ritum kann að vera örðugt að
gera hvert hefti þannig úr garði að allir finni þar alltaf efni við sitt
hæfi. En þá væri það tímaritunum til mikils framdráttar ef áskrif-
endur litu á sig, a.m.k. öðrum þræði, sem styrktarmenn. Þeir við-
urkenna þá nauðsyn þess fyrir fræðastarfsemi og menningarlíf í
landinu að slíkum ritum sé haldið úti. Ef hins vegar einstaklings-
áskrifendur bregðast og útgefendur tímarita neyðast til að draga
saman seglin, eða jafnvel hætta útgáfu þeirra, hljóta menn að leita
svara við því, hvar fræðimenn ætli að birta ritsmíðar sínar. Flyzt
þekkingarmiðlunin annað - í netheima eða á enn aðrar slóðir, ein-
hverja ókunna tækniheima, eða skiptast sérfræðingar á símbréfum
eða rafpósti?
Vel má vera að þróunin verði eitthvað á þessa leið, að netmiðl-
ar leysi tímaritin af hólmi, en hitt er þó líklegra að netmiðlar komi
tímaritum til viðbótar, þannig að einhvers konar samvinna takist
milli þeirra og tímaritanna. Svo kann þá að fara að eitthvað af efni
tímaritanna færist yfir á Netið eða annan miðil, en sé kynnt í
styttra máli á síðum tímaritanna ellegar þá að á Netinu verði stutt
kynning á efni tímaritanna og rækilegri umfjöllun í tímaritinu
sjálfu. Á Netinu verði einnig efnisyfirlit til að létta mönnum leit í