Skírnir - 01.09.2001, Page 21
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
285
Leipzig, þar sem Jóhann hugði á nám í bókmenntum og fagur-
fræði. Með sama skipi ferðaðist einnig ungur píanóleikari og upp-
rennandi tónskáld að nafni Jón Leifs. Hann hafði nýlokið prófi frá
Tónlistarháskólanum í Leipzig og hafði dvalist á íslandi síðan í
júlílok ásamt eiginkonu sinni Annie Riethof, sem hann hafði
kvænst 24. júní. Vafalítið hafa þessir tveir ungu listamenn haft ein-
hver kynni hvor af öðrum í síðasta lagi sumarið 1921, þegar báðir
dvöldu í Reykjavík. Jóhanni hlýtur a.m.k. að hafa verið vel kunn-
ugt um nærveru Jóns og Anniear, enda hafði Jón verið nokkuð
áberandi í bæjarlífinu þessa sumarmánuði. Honum tókst m.a. að
spilla framtíðarmöguleikum sínum til þátttöku í íslensku tónlist-
arlífi um langt skeið með „strokorkestursmálinu“ svokallaða og
umdeildum greinum sínum í Morgunbladinu um íslenskt tónlist-
arlíf og stofnun tónlistarskóla í Reykjavík.2 Annie hélt hins vegar
nokkra píanótónleika fyrir bæjarbúa og mæltust þeir vel fyrir. Jón
og Annie voru á leiðinni á gamlar slóðir því að bæði höfðu þau
nýlokið námi við Tónlistarháskólann í Leipzig og bjuggu þau þar
veturinn 1921-22. Hefur samgangur milli hjónanna þá að líkind-
um verið einhver (sérstaklega þar sem Jón og Jóhann áttu sameig-
inlega vini, m.a. Pál ísólfsson og Kristínu konu hans), þótt ekki
hafi varðveist neinar heimildir þar að lútandi. Síðar fluttu Jón og
Annie til Wernigerode, Baden-Baden, Travemunde og loks til
Rehbrúcke (nærri Potsdam), þar sem þau bjuggu allt til ársins
1944. Með aukinni fjarlægð skapaðist þörf til bréfaskipta og eru
bréf Jóhanns til Jóns og Anniear svo að segja eina heimildin um
samskipti listamannanna.
Ekki er að undra að Jón og Jóhann hafi náð vel saman, því að
þeir áttu margt sameiginlegt í viðhorfum til lífsins og listarinnar
og Jóhann hafði auk þess næmt tóneyra. Honum var sérlega um-
hugað um tónræna eiginleika ljóða sinna, og „Am Anfang war der
2 Jón hafði í hyggju að koma upp 12 manna strengjasveit í bænum, en það gekk
ekki sem skyldi, aðallega vegna missættis hans við tvo lykilmenn í tónlistarlífi
bæjarins, Paul Bernburg og Þórarin Guðmundsson (sjá grein Jóns, „Tónlistarlíf
Rvíkur-Tilraun", Morgunblaðið 25. september 1921). Grein Jóns í Morgunblað-
inu 14. ágúst sama ár um stofnun tónlistarskóla varð aftur tilefni til sundurlynd-
is hans við Sigfús Einarsson, sem átti sinn hlut í hvernig fór um þátttöku hans í
samkeppni um kantötu til flutnings á Alþingishátíðinni 1930.