Skírnir - 01.09.2001, Page 22
286
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Rhythmus" var setning sem hann hafði miklar mætur á.3 Þá vakti
upplestur hans hvarvetna athygli fyrir raddbeitingu hans og svip-
brigði. í þýskum blöðum var hann kallaður „Meistersprecher“ og
til er eftirminnileg lýsing Halldórs Laxness á flutningi Jóhanns í
Iðnó á ljóði Ludwigs Uhland um ákvæðaskáldið og Betlikerlingu
Gests Pálssonar.4 Þá var Jóhann vel kunnugur meistaraverkum
tónbókmenntanna og fékk m.a. nótur að lögum Schuberts sendar
til sín þar sem hann bjó á Djúpavogi snemma árs 1921. Undir lok
sama árs, þá nýkominn til Leipzig, hlustaði hann dolfallinn á kór
Tómasarkirkjunnar, þótt hann viðurkenndi í bréfi til sr. Friðriks
A. Friðrikssonar að „þessi mikla músík fór auðvitað mest öll fyr-
ir ofan garð og neðan hjá okkur smælingjunum".5 „Eg elska ekk-
ert í þessum heimi meir en músík“, segir hann í einu bréfa sinna
til Jóns en tekur um leið fram að dómgreind sín í þeim málum sé
engan veginn byggð á faglegri kunnáttu.6 Eflaust hefur hann oft-
ast nær látið Jóni eftir að kveða upp dóma um tónlistina, þótt
stöku sinnum standist hann ekki mátið og hætti sér út á hála
brautina:
Og þótt þér viljið nú helst að allir nema hálærðir fagmenn haldi kjafti um
músík, þá trúið þér mér: Brahms er 90% ein Nichtmusiker! Maður, sem
engu síður en Wagner átti sjaldan því láni að fagna, að stíga fæti sínum
inní annan eins músíkalskan helgidóm og þann er list Mozarts, Chopins,
Schuberts og jafnvel Hugo Wolfs er runnin af.7
Fyrstu bréfin sem varðveist hafa frá Jóhanni eru dagsett í apríl
1925. Þá bjó Jón í Berlín, og þangað ferðaðist Jóhann í lok mánað-
arins, að því er virðist til að lesa upp úr verkum sínum á íslendinga-
fundi. Af bréfunum má ráða að fram að þessu hafi samband þeirra
Jóhanns og Jóns verið fremur stopult eða þeim a.m.k. ekki tekist að
halda lífi í kunningsskapnum eftir að Jón og Annie fluttu frá
Leipzig. Jóhann lætur í ljós þá ósk sína að slíkt endurtaki sig ekki:
3 Eysteinn Þorvaldsson, „í framandi landi. Skáldskapur og viðhorf Jóhanns Jóns-
sonar“, Skírnir, vor 1991, bls. 55.
4 Halldór Laxness, Grikklandsárid (Reykjavík 1980), bls. 59-63.
5 Undarlegt er líf mitt! (Reykjavík 1992), bls. 99 og 116.
6 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 6. apríl 1928.
7 Sama heimild.