Skírnir - 01.09.2001, Page 24
288
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
fljótt mjög góðum framförum. Og nú er gott útlit fyrir að ég verði aftur
heilbrigður.
Ég trúi því, að þér hafið á sínum tíma haft margt gott af því að verða
veikur. Fyrir mig var það nú í eitt skifti fyrir öll óumflýjanleg nauðsyn.
Hin eina lausn sem um var að ræða fyrir mig, úr því sem komið var. Og
þessi veikindi mín voru alls engin hending, heldur konsiquent afleiðing
áralangs prosess. Jafn sjálfsögð og þrumuveðrið úr þrumuþrungnu lofti.
Og þótt ég að lokum yrði að ganga með öllu undir í þessari katastrofu
myndi ég eigi að síður viðurkenna það fyrir sjálfum mér, að það var hún
og alls ekkert annað í þessum heimi, sem ég þarfnaðist, því að fyrir mig
gaf engan veg nema þann sem gegnum eldinn liggur!
Og nú er ég nýr maður! Það er ekkert orðaskvaldur, enginn frasi -
heldur vel yfirlögð játning, sem hert er í öllum eldum efa og örvæntingar
og staðist hefur öll þau próf, sem dómgreind vaxins manns krefst af full-
yrðingum sínum.10
Líkt og í öðrum bréfum Jóhanns þar sem hann ræðir heilsufar sitt
bera orð hans vott um rómantíska afstöðu til veikinda, að kvalir
séu manninum „nauðsynlegastar alls í þessum heimi".* 11 Hann lít-
ur ekki aðeins á Jón sem meðbróður í listinni heldur einnig sem
þjáningarbróður í veikindum sínum, enda er honum greinilega
kunnugt um langvarandi veikindi Jóns á námsárum hans í Leipzig.
Það eru þó hugsjónir þeirra fyrir hönd föðurlandsins, fremur en
heilsufarsbrestir, sem í huga Jóhanns tengja þá órjúfanlegum
böndum. Undir lok bréfsins hvetur hann aftur til samstöðu í bar-
áttunni fyrir Island:
[...] ég hef hvergi nærri hætt að hugsa um að hlaupa undir bagga með
yður. Af þeim gömlu og útdauðu höfum við yfirleitt einskis að vænta og
ef við viljum koma einhverju í framkvæmd verðum við að krefjast alls af
okkur sjálfum. Og það sé mér fjarri að örvænta, ef við aðeins höfum vit
og manndóm til þess að vinna saman. Markið er og eitt, því sé baráttan
ein og samheldin!
En tölum ekki meir um það í þetta sinn - um ísland hef ég ekki marg-
ar vonir en þær fáu sem ég hef eru sterkar.12
10 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Arosa 27. desember 1925.
11 Ur bréfi Jóhanns til sr. Friðriks A. Friðrikssonar, 21. desember 1916 (Undar-
legt er líf mitt!, bls. 76).
12 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Arosa 27. desember 1925.