Skírnir - 01.09.2001, Side 25
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
289
Aðeins er vitað um einn fund þeirra Jóns og Jóhanns á síðari hluta
þriðja áratugarins. Jón og Annie voru í Leipzig um miðjan desemb-
er 1927, og frá þeim tíma er til lítið kort frá Jóhanni þar sem hann
biður þau að heimsækja sig. Reyndar er sennilegt að þeir hafi haft
mun fleiri tækifæri til að hittast, enda höfðu Jón og Annie ærna
ástæðu til að heimsækja borgina öðru hverju. Þar bjó Marie, syst-
ir Anniear, og maður hennar Hans Alexander Mtiller, sem var pró-
fessor við Listaakademíuna í Leipzig allt þar til nasistar komust til
valda 1933, auk þess sem Salóme, systir Jóns, bjó í nágrannaborg-
inni Halle. A.m.k. hefur Jóni og Annie gefist færi á að kynnast
Elísabetu Göhlsdorf áður en þau héldu í desemberheimsóknina
því að í bréfi Jóhanns frá 3. desember 1927 biður hún „að heilsa
fjölskyldunni og þakkar mjög vel fyrir kortin". Og bréfi Jóhanns,
rituðu snemma árs 1929, fylgir þessi skemmtilega kveðja til Jóns:
Jæja, látið þér við tækifæri heyra frá yður! Helst: komið sjálfur bráðlega,
það er orðið svo dauðans langt síðan ég hef séð framan í Islending - og
þrátt fyrir alt og alt langar mann altaf aftur í þá ánægju - alveg að fráséðu
því, að ég myndi hlakka til að sjá yður þótt þér væruð ættaður austan af
Blálandi!13
Af bréfum Jóhanns má ráða að hann hefur verið einlægur stuðn-
ingsmaður Jóns í liststarfsemi hans og gjarnan lagt sitt af mörkum
til að vegur hans mætti verða sem mestur, hvort sem í Þýskalandi
væri eða á Islandi. Auk þess er Jóhann sennilega einn um að hafa
sett ofan í við Jón fyrir að hafa gert of lítið til að kynna tónsmíð-
ar sínar opinberlega, því að mörgum þótti Jón oftar en ekki fara
offari einmitt í slíkum málum:
Annars er ég ergilegur yfir því, að þér skuluð ekki láta meir til yðar taka
í því opinbera músíklífi en þér gerið. Þessi krítík sem þér fenguð þegar
Kurt Háser spilaði eftir yður í Berlín var a.m.k. relativ góð og betri en
flestir nýir menn eiga að heilsa nú á tímum. Sjáið þér til, þér patriotinn, ef
þér ekki ýtið á eftir, hver sér þá fyrir ísland veg nú fyrst um sinn?14
13 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 25. janúar 1929.
14 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 3. desember 1927. Kurt Haeser var þýsk-
ur píanóleikari (fyrrverandi nemandi Teichmiillers í Leipzig, eins og bæði
Annie og Jón) sem fluttist til Akureyrar 1923 og hóf þar tónlistarkennslu. Tón-
leikarnir sem Jóhann nefnir eru að öllum líkindum þeir sem Haeser hélt í