Skírnir - 01.09.2001, Page 26
290
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
í desemberheimsókninni í Leipzig hefur Jóhann að öllum líkind-
um boðist til að leggja sitt af mörkum við að kynna Jón og störf
hans betur fyrir Islendingum. Jón hafði staðið í nærri stöðugum
illdeilum við tónlistarmenn í Reykjavík síðan sumarið 1921 og
ekki var von á góðu meðan hans gamli andstæðingur, Sigfús Ein-
arsson, stóð þar fremstur í flokki. Hinn 26. mars 1928 skrifar Jón:
Þér töluðuð um að skrifa um mig. Að vísu þykir mér vænt um allan
stuðning mér til handa, því að eg á mikilli andstöðu að mæta á íslandi, lík-
lega meiri fjandskap en nokkur annar íslenzkur listamaður hefir áður átt
við að stríða og auk þess eru landar í rauninni mjög ófróðir um mig og
mín störf, þrátt fyrir ýmiskonar skrif, - en það er svo margt enn nauðsyn-
legra heldur en að skrifa um mig. Það þarf beinlínis að starfa skipulags-
bundið að því að opna augu og eyru Islendinga fyrir heimagildri menn-
ingu, - almennt. Mér finnst að þér ættuð að skrifa eitthvað í þessa átt, ekki
aðeins eina grein, heldur fleiri greinar með jöfnu millibili, hlífðarlausar
lýsingar á algildum staðreyndum. Eg mun styðja yður eftir mætti og aðr-
ir munu vafalaust feta í sömu fótsporin. Það verður fyrst að ryðja slóðina
og feykja burt þessu algenga náungasmjaðri og lýðsmjaðri, sem er altaf að
verða tíðara á fslandi.
Engu að síður lét Jón fylgja bréfi sínu grein sem Sigfús Einarsson
hafði ritað skömmu áður í Morgunblaðió, eflaust með það fyrir
augum að hún mætti verða nokkurs konar upphafsstef að grein
Jóhanns, ef hann á annað borð ætlaði sér að skrifa hana.15 Grein-
in var yfirlit yfir helstu tónlistarviðburði í Reykjavík árið 1927 og
þótti Sigfúsi bera hæst orgelleik Páls Isólfssonar og píanótónleika
Haraldar Sigurðssonar. Hann víkur stuttlega að íslenskum tónlist-
arnemum erlendis (Markúsi Kristjánssyni, Björgvin Guðmunds-
syni og Þórarni Jónssyni) en minnist ekki einu orði á Jón Leifs.
Reyndar er óljóst á hverju sú umfjöllun hefði átt að vera byggð -
nema þá helst þýskum blaðaúrklippum sem Jón hefði væntanlega
útvegað sjálfur - því að Jón hafði ekki komið fram opinberlega í
Reykjavík síðan Fílharmóníuhljómsveit Hamborgar hélt röð tón-
Grotrian Steinweg-salnum í Berlín 3. mars 1927. Þar voru frumflutt í heild
Fjögur lög Jóns fyrir píanó op. 2. Sjá Carl-Gunnar Áhlén,/ón Leifs. Tónskáld
ímótbyr (Reykjavík 1999), bls. 288.
15 „Tónlist 1927“, Morgunblaðið, 8. janúar 1928.