Skírnir - 01.09.2001, Side 27
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
291
leika fyrir bæjarbúa undir hans stjórn sumarið 1926. Nafn hans
átti því í raun lítið erindi í annál um tónlistarlíf í höfuðstaðnum
árið 1927.
Jóhann var ekki lengi að verki því að 19. febrúar skrifar hann
Jóni að hann sé búinn með greinina „sem mig svo lengi hafði lang-
að til að hleypa af stokkunum". Þar segir hann enn fremur:
[...] svo mikið er víst, að þetta er í fyrsta sinni sem persóna yðar og starf
og afstaða er gjörð lýðum kunn þar, án nokkurs sérstaks tillits til þess,
hvort einstöku mönnum líki betur eða miður. A.m.k. vona ég að hugvekja
þessi verði yður fremur til gagns en ógagns og að mönnum þyki nú hér
eftir meiri tvísýn á því en áður að beita yður gömlu vopnunum.
Grein Jóhanns er hvort tveggja í senn, lofræða um Jón og hörð
ádeila á þá bresti í fari íslendinga, hörundsæri og langrækni, sem
hann telur orsök þess að Jón hafi enn ekki verið metinn að verð-
leikum af löndum sínum. Hvað grein Sigfúsar varðar er Jóhann
harðorður eins og vænta mátti:
Því að hreinlega sagt, eru allar líkur til að Hr. Sigfús Einarsson hafi vel vit-
að, að Jón Leifs hafði á árinu 1927, stigið þau spor í list sinni, sem eigi að
eins eru sjaldgæf og því umtalsverð, heldur hreint og beint einsdæmi í ís-
lenskri tónlistarsögu til þessa. Eg get t.d. ekki hugsað mér, að honum hafi
verið ókunnugt um hljómleikinn í Bochum, er átti sér stað í mars 1927. Á
þeim hljómleik var fyrsta íslenska symfónían (hljómkviðan), sem mér er
kunnugt um að skrifuð hafi verið, leikin; og höfundur þessarar hljóm-
kviðu var Jón Leifs. Hún hlaut bæði alment og sjaldgæft lof - bæði til-
heyrenda og kritikara. [...] En þótt miður hefði fallið: Sú staðreynd, að
íslensk hljómkviða er tekin á þýskt konsertprogramm, hefði ein verið
nægilegt tilefni til þess, að höfundarins hefði verið getið við landsmenn
hans. Og á þjóðin sjálf ekki síður heimting á slíkri sanngirni af blaða-
mönnum sínum en maðurinn, sem ekki varð fyrir henni!16
Jóhann bendir réttilega á íslandsheimsóknina 1921 sem orsök
þeirrar óvildar sem æ síðan gætti hjá Sigfúsi í garð Jóns. Hann við-
urkennir að aðferð Jóns til að afla sér verkefna á Islandi hafi ekki
verið sem ákjósanlegust, og jafnvel særandi fyrir Sigfús, en minn-
16 Vísir, 15. maí 1928.