Skírnir - 01.09.2001, Síða 28
292
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
ir um leið á að Jón hafi verið ungur að árum og ekki sést fyrir sem
skyldi. Jóhann lýkur greininni á hugleiðingu um hlutverk Jóns á
Islandi og nauðsyn þess, landsins vegna, að ættjörðin taki hann
aftur í sátt:
íslendingar verða að venja sig af orðsýkinni og langrækninni. Því fyr, því
betur. Því einhverntíma mun að því reka, að þeir menn fæðist þjóð þess-
ari, sem ekki horfa í að meta hærra landsins hag en hörundssæri einstakra
sérgæðinga, sem halda að öll blessun sé undir því komin, að maður láti þá
í friði.
Jón Leifs er enn sem komið er einn af fáum, ef til vill aðeins einn. ...
En hans líka þörfnumst vér margra.17
Af grein Jóhanns má ráða að hann hefur verið býsna skarpskyggn
hvað varðaði stöðu Jóns í íslensku tónlistarlífi. Jóhann veit að róð-
urinn heima fyrir er Jóni þungur og gerir sér jafnframt grein fyrir
að slíkt má að nokkru leyti rekja til skapbresta Jóns. I einu bréfa
sinna til tónskáldsins lýsir hann Jóni svo: „Þér eruð, þótt ljós séuð,
maður problematískur í meira lagi, einrænn og - sérvitur, eins og
það er kallað; í stuttu máli mjög norrænn“.18 Jóhann virðist engu
að síður hafa átt auðveldara en flestir aðrir með að þola bæði kost-
ina og gallana í fari Jóns, enda taldi hann vináttu þeirra hafa
þroskast með árunum:
[...] mér þykir mjög vænt um það, að við erum þetta smátt og smátt að
nálægjast og komast til betri skilnings hvor á öðrum. „Maður er manns
gaman", segja gömlu Hávamál, og því nær sem örlögin liggja því sam-
rýndari verða hugirnir. Okkar örlög virðast mér ekki vera ósvipuð, að
minsta kosti í því ytra; við ættum því að geta farið nærri hvor um annars
hag. Því þótt við séum að mörgu leyti menn óskaplíkir þá eigum við þó í
mörgu sammerkt. Fyrst og fremst í afstöðu okkar til íslands og óskum
okkar í þess garð, síðan í baráttu okkar við listina og lífið, þessar tvær
höfuðþrautir, sem hafa orðið okkur báðum svo þungar í skauti. Að vísu
geri ég ráð fyrir því, að okkur komi ekki ætíð saman um listina, en þó
held ég að engir aðrir tveir íslendingar nú eigi meir samleið, hvað alvöru
og ákveðinn vilja í þessu efni snertir, en einmitt við. Og þótt þar með væri
alt upptalið, er sameinaði okkur, ætti það þó að nægja okkur til gagn-
kvæmrar velvildar og samheldni í hvívetna.
17 Sama heimild.
18 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 28. október 1929.