Skírnir - 01.09.2001, Page 29
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
293
Ég veit nú ekki, hvernig yður er farið í þessu efni, en af mér er það að
segja, að ég líð svo árum skiptir af vinaleysi og einstæðingsskap. Þér af-
sakið þessa opinskáu játningu, ég er að öllum jafnaði ekki nærgöngull við
aðra um raunir mínar. En hafið þér ekki sjálfur reynt nægilega mikið af
einhverju svipuðu til þess að geta skilið þessi harmkvæli mín? Raunar hef-
ur vinina ekki skort hjá mér, yfirborðsvini, eins og við eigum þá allir. En
ég á við hina andlegu frændsemi, ég á við þessa frjósömu velvild skyldra
sálna, sem öllu sönnu andlegu lífi er svo nauðsynleg, ef það á að ná
nokkrum verulegum þroska.19
Eins og Jóhann gefur í skyn var það sennilega fyrst og fremst sam-
eiginlegur uppruni þeirra, föðurlandsást og metnaður fyrir hönd
ættjarðarinnar sem dró þá hvorn nær öðrum á þessum árum. Báð-
um veittist þó erfitt að samræma háleitar hugsjónir sínar fyrir
hönd fósturjarðarinnar hinum grákalda veruleika sem blasti við. I
bréfum Jóhanns verður hið fjarlæga eyland að lokum eins konar
tálsýn því að það getur ekki með nokkru móti staðið undir hinum
miklu væntingum þeirra Jóns:
Tvö öfl hafa togast á um mig öll þessi ár. ísland og Evrópa. Og ég sé mér
virkilega ekki fært að lofa miklu fögru fyrir íslands hönd fyrst um sinn.
Því að mér er nú orðið fullljóst að annaðhvort er að hrökkva eða stökkva.
Þessi eilífi tvískinnungur gerir ekkert annað en lama þróttinn og drepa alt
sjálfstraust niður í manni. Og enginn getur þjónað 2 herrum í senn - svo
báðum að gagni komi. Eg er auk þess nú sannfærður orðinn um það að
einsog málum er komið um okkur báða, getum við orðið þjóð okkar að
mestum notum, ef við snúum okkur frá henni fyrst um sinn og leggjum
alt kapp á að neyta þess þroska, sem okkur hefur áhlotnast hér. Við erum
nú einu sinni orðnir útlendingar. Það er ekki til neins að vilja dylja það
fyrir sjálfum sér. Tveir þriðju hlutar persónuleiks okkar getur aðeins þrif-
ist í evrópeísku andrúmslofti. Og við gætum ekki látið þjóð okkar verða
þeirra aðnjótandi, þótt hún nú tæki okkur opnum örmum og við sjálfir
værum af öllum vilja gerðir. Við verðum að sigrast á þessum tvíveðrung í
sálum okkar. Annars verðum við alla tíð hálfir menn, hversu miklir sem
kraftar okkar kunna að vera.20
Þrátt fyrir „tvíveðrunginn“ dreymir Jóhann alltaf um að komast
heim og þótt hann hafi verið minni byltingarmaður en Jón í list
19 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 14. mars 1928.
20 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 21. júní 1928.