Skírnir - 01.09.2001, Page 30
294
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
sinni miðaði skáldskaparviðleitni hans engu að síður að því að
veita ferskum straumum inn í íslenskar bókmenntir. Síðasta árið
sem Jóhann lifði voru uppi áform um Islandsferð og var Jón einn
af þeim vinum skáldsins sem hvöttu hann til slíkrar ferðar. En
vandi Jóhanns varðandi heimferðina er í raun tvöfaldur, eins og
hann lýsir sjálfur í bréfi til Jóns. Þótt honum takist að ljúka ljóða-
bók sinni er allt eins líklegt að Islendingar hafni henni með öllu,
enda tæplega hægt að ganga að því vísu að landinn sé reiðubúinn
að viðurkenna nýjungar hans í ljóðagerð. En fari hann heim bók-
arlaus eru honum eftir sem áður allar dyr lokaðar.
Eg er fyrir löngu yðar skoðunar: að ég þyrfti að fara heim. Eg ber líka
með mér þá von, að loftbreytingin kynni að geta orðið mér til góðs; en
málið er problematískt. Eg á engan að heima. Og að fara heim upp á náð
íslenskra stjórnarvalda væri meiningarlaust fyrir mig; ég er nú einu sinni
ekki úr því efni, sem íslenskir sveitarlimir eru smíðaðir úr. Það er ekkert
dramb, heldur einföld og margprófuð staðreynd. Eigi heimförin að koma
mér að tilætluðum notum, verður hún að gerast með skynsamlegu viti.
Alveg óhjákvæmileg forsenda fyrir því, að ég geti yfirleitt farið heim er að
ég ljúki við kvæðasafn mitt. Sérstaklega hefur þessi forsenda sína innri or-
sök fyrir mig. Þetta Kvæðasafn er í rauninni ekkert „safn“, engin venju-
leg runa af meira eða minna ósamstæðum kviðlingum, sem settir eru sam-
an eingöngu til þess að fylla bók. Það er verk, heild, sem bundin er org-
anískt - og grundvölluð á vissum Voraussetzungen, welche in Island wes-
enlos werden wurden. Þetta verk myndi ekki þola loftbreytinguna! Auk
þess er fullkomnun þess alveg praktískt skoðað nauðsynleg fyrir mig.
Fari ég heim án þess, ferðast ég sem maður, er ekkert visum hefur. Það vit-
um við báðir.21
Frau Annie
Auk hinna þýsku þýðinga Jóhanns á Vögguvísu og Mánakvæði,
sem fjallað verður um hér á eftir, er aðeins eitt ljóð Jóhanns á
þýsku tekið upp í útgáfu Halldórs Laxness á Kvœðum og ritgerð-
um, sem kom út árið 1952. Ljóðið heitir Frau Annie og er sam-
kvæmt athugasemd skáldsins ort „með þökk fyrir hrífandi mynd
21 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 30. desember 1931.