Skírnir - 01.09.2001, Page 32
296
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Jóhann virðist gjarnan hafa viljað sjá kvæðið gefið út á prenti en
lætur Jóni eftir að koma því í kring. Er ekki annað að sjá en í einu
bréfa sinna fari hann í nokkra varnarstöðu vegna ljóðsins og allt
eins líklegt að Jón hafi í afbrýðiskasti sakað vin sinn um að hafa
ætlað sér „annað og meira“ með því að yrkja til konu sinnar:
Hvað kvæði mínu viðvíkur, svo stakk ég upp á því að senda það
Thoroddsen. Annie vegna. Mér persónulega gildir einu, hvort kvæðið
birtist eða ekki. Eg skrifaði það hvorki mér til lofs og frægðar né til þess
að auðgast af því. Það var aðeins dálítill vináttuvottur til konu yðar, ann-
að ekki. En þér standið sjálfur í betri samböndum við þýska útgefendur
en ég; ef þér viljið nota það sem nokkurs konar undirskrift fyrir mynd af
Annie í eitthvert þýskt tímarit er yður það frjálst af minni hálfu.23
Kvæði Jóhanns birtist aldrei í þýsku tímariti, enda gekk Annie
mun verr en Jóni að koma ár sinni fyrir borð í þýsku tónlistarlífi.
Ferill hennar hófst í raun aldrei fyrir alvöru, þar sem andúð á gyð-
ingum var strax orðin áberandi á þriðja áratugnum og einungis
hinum allra fremstu úr þeirra hópi tókst að fá fastar stöður við
tónlistarskóla eða hljómsveitir. Með valdatöku nasista árið 1933
voru henni loks allar bjargir bannaðar.
Jóhann Jónsson var ekki eina íslenska skáldið sem orti til
Anniear Leifs. Eftir tónleika Anniear í Reykjavík síðsumars 1921
þakkaði Sigurður Grímsson fyrir sig í bundnu máli í Morgunblað-
inu. Ljóð hans ber heitið Frú Annie Leifs og er yfirskriftin „Með
innilegu þakklæti frá höfundi“. Fyrsta af fjórum erindum hljóðar
svo:
23 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Potsdam 26. apríl 1929. Það er athyglisvert að Jó-
hann skuli hafa tengt ljóðið svo mjög við mynd Anniear, sem hún virðist hafa
gefið honum. Vitað er að Annie gaf öðrum góðum vini þeirra hjóna, Kristjáni
Albertssyni, ljósmynd af sér síðla árs 1928, því að þakkarbréf hans hefur varð-
veist: „Es var sehr schön von Ihnen mir Ihr Bild zu schicken, das ich aus-
gezeichnet finde - sehr áhnlich und fein in der Ausfúhrung“ (Kristján Alberts-
son til Anniear Leifs, Nice 7. desember 1928). Ekki virðist ólíklegt miðað við
tímasetninguna á ofangreindum skrifum Jóhanns að Annie hafi um svipað leyti
sent Jóhanni sams konar mynd og hún hafi orðið kveikjan að ljóðinu. Annie
sendi Kristjáni síðan afrit af kvæði Jóhanns í febrúarmánuði 1929 og þótti hon-
um mikið til þess koma, sagði það m.a. vera „treffend und poetisch - und ganz
von Ihrem Bild inspiriert!" (Kristján Albertsson til Anniear Leifs, Nice 21.
febrúar 1929).