Skírnir - 01.09.2001, Page 33
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
297
Eg syng til þín, kona, er seiddir
í sál mína þakklætisljóðið í kvöld.
Björt var þín hönd, er þú breiddir
birtu’ yfir myrkursins völd.
Þökk fyrir hljóminn,
þigðu af mér blómin,
þó þjóð mín sé þögul og köld.24
Hér er vissulega ekki jafn dýrt kveðið og í ljóði Jóhanns. Engu að
síður var Jóhann Jónsson kunnugur þessu ljóði Sigurðar því að af-
rit af því er að finna meðal eftirlátinna skjala Jóhanns í Lands-
bókasafni Islands - Háskólabókasafni.25 Þar fylgir ljóðinu einnig
órímuð þýsk þýðing, sem hefst svo: „Ich singe an Dich, Frau, die
zaubert“. Ekki er loku fyrir það skotið að þýðinguna hafi Jóhann
gert sjálfur og að hugmyndin að yrkja eigið „hálfgildings ástar-
kvæði“ til Anniear nokkrum árum síðar hafi átt upptök sín í ljóði
Sigurðar og jafnvel í þýðingu Jóhanns á því. Hvað sem því líður
eru kvæðin til marks um þá virðingu sem Annie naut meðal vina
og kunningja Jóns, hvort sem var fyrir persónutöfra sína eða pí-
anóleik.
Tvö sönglög op. 14a
Sönglög Jóns við kvæði Jóhanns urðu til á árunum 1929-30 en til
þessa hefur lítið verið vitað um aðdraganda þess að þau voru sam-
in. Ljóð Jóhanns, Vögguvísa og Máninn líður, höfðu bæði verið til
í handriti um nokkurt skeið. Halldór Laxness segir reyndar í for-
mála sínum að Kvœðum og ritgerðum að Jón hafi gert „dáfögur
lög sín við Mánakvæði og Vögguljóð nýort“, en hér gætir nokk-
urrar ónákvæmni því að kvæðin hafði Jóhann ort nokkuð löngu
áður en lögin urðu til.26 Samkvæmt endurminningum Elínar
Thorarensen, sem var vinkona Jóhanns á menntaskólaárum hans,
var Mánakvæðið ort 17. ágúst 1915. Hún kveðst hafa beðið Jó-
hann að skrifa upp fyrir sig kvæði Valdimars Ásmundarsonar,
24 Morgunblaðið, 29. september 1921. Ljóðið birtist aftur á prenti ári síðar í ljóða-
bók Sigurðar, Við langelda.
25 Handritadeild Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns, Lbs 3897 4to.
26 Kvæði og ritgerðir (Reykjavík 1952), bls. 9.