Skírnir - 01.09.2001, Page 34
298
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Glúmur og Geirlaug, og varð Jóhann svo heillaður af þjóðsagnablæ
ljóðsins að hann skrifaði sjálfur Mánakvæði aftan á sama blað.27
Vögguvísan virðist vera nokkuð yngri. A.m.k. er hún fyrst nefnd í
bréfi Jóhanns til sr. Friðriks A. Friðrikssonar snemma árs 1924, þar
sem Jóhann segist taka þátt í „æfingum í metrik“ við háskólann og
séu þær í því fólgnar að „yrkja undir gefnu metrum svo og svo
margar strophur undir hvern tíma“.28 Með bréfinu fylgja nokkur
sýnishorn af slíkum æfingum og er Vögguvísan (sem þar nefnist
reyndar Vögguljóð) eitt þeirra. Hvorugt ljóðanna hafði hins vegar
birst opinberlega þegar lög Jóns urðu til og kemur því ekki á óvart
að Jóhann skuli hafa sent Jóni bæði kvæðin sjálfur.
Hinn 20. ágúst 1929 fæddist Annie og Jóni dóttir, sem var gef-
ið nafnið Líf. Fyrir áttu þau Snót, sem var sex árum eldri. Fregnir
af barnsburðinum voru ekki lengi að berast Jóhanni, sem skrifar
hjónunum 23. ágúst og lætur Vögguvísuna fylgja með:
Kæri Jón. Kæra Annie!
Hjartanleg hamingjuósk með dótturina! Það gleður mig innilega að alt er
svo vel af staðið. [...]
Vísuna, sem ég legg hér hjá, tileinka ég Líf litlu. Væri gaman að þér
gjörðuð lag við hana. Hún er mjög einföld og óbrotin, og hefur held ég
eitthvað af jener klassischen Gemessenheit, sem skáldin tömdu sér í gamla
daga, meðan smekkurinn var betri ... vonandi líkar yður hún ekki miklu
ver en mér sjálfum. Takið eftir hrynjandanum, - sem af sjálfu sér dikter-
ar þögn á eftir hverju vísuorði. Akkorde!29
Jón beið ekki boðanna. Handrit hans að laginu er dagsett 5. sept-
ember, hálfum mánuði eftir að Líf fæddist.
Lýsing Jóhanns á ljóðinu og athugasemdir hans um hrynjandi
þess eru afar athyglisverðar. Jón fór raunar ekki að öllu leyti að
ráðum hans hvað varðaði „þögn á eftir hverju vísuorði“, enda
hefði laglínan þá orðið heldur sundurslitin og lítið um það kyrr-
láta flæði sem einkennir lag Jóns. Krafa skáldsins um að píanó-
27 Elín Thorarensen, Angantýr (Reykjavík 1946), bls. 19-20. Sjá einnig grein Ey-
steins Þorvaldssonar, „í framandi landi“, bls. 48.
28 Undarlegt er líf mitt!, bls. 176-177.
29 Jóhann Jónsson til Jóns og Anniear Leifs, Leipzig 23. ágúst 1929.