Skírnir - 01.09.2001, Page 35
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
299
röddin skuli einkennast af hljómagangi („Akkorde!") ber hins
vegar vott um skilning á grundvallareinkennum tónlistar Jóns,
sem að öllu jöfnu er byggð á samradda („hómófón") þríhljómum
fremur en pólýfónískri fjölröddun. Lagið við Vögguvísuna er í
raun sáraeinfalt en í því er einmitt snilld þess fólgin; lagið er líkt
og það hafi alltaf verið til, í því eru andstæður mannlegrar tilveru
fléttaðar saman í eitt, ljós og skuggi, dagur og nótt, líf og dauði. I
tónlistinni nær Jón fram þessum hughrifum með ýmsu móti.
Djúpir bassatónarnir sem hljóma frá upphafi til enda eru kjölfesta
lagsins, í senn ógnvænlegir vegna dýptar sinnar og róandi vegna
hins hrynræna stöðugleika sem þeir gefa laginu. I sönglínunni er
fólginn seiðandi frumkraftur; hún hefst á hinu frumstæðasta allra
tónbila, hreinni fimmund, sem rís og hnígur aftur; þessi fimmund
er auk þess kjölfesta alls sem á eftir kemur, því að laglínan hættir
sér varla út fyrir mörk hennar nema hálftón í hvora átt. En ekki er
allt jafnöruggt í laginu og hin hreina fimmund sem virðist alls
staðar nálæg. Þríundin sem bætist við til að skapa fullkominn þrí-
hljóm er flöktandi, óörugg, leitar sífellt upp á við, úr moll í dúr. I
hinum brothætta leik ljóss og skugga sem þannig skapast er magn-
þrungin upplifun lagsins einmitt fólgin. Þungbúinn upphafs-
hljómurinn víkur smám saman fyrir bjartari, vonbetri dúr-hljóm,
sem loks tekur völdin í fjórum síðustu töktunum.30
Jóhann virðist hafa verið hæstánægður með lagið og góðan ár-
angur þakkar hann fyrst og fremst andlegum skyldleika skálds og
tónskálds:
Ég ætlaði reyndar altaf að tjá yður ánægju mína yfir laginu við vísu mína.
Þætti vænt um að fá að heyra það við tækifæri -, hingað til hafa 2 Þjóð-
verjar komponerað nokkur lög við kvæði eftir mig, en mér líkuðu þau
ekki, þau voru „þunn“ og margorð. Hygg að okkur takist betur að sam-
rýmast [svo].31
30 Þeir eiginleikar sem hér hefur verið lýst einkenna einnig önnur verk Jóns frá
svipuðum tíma. Fróðlegt er t.d. að bera Vögguljóðið saman við kaflann „Sjá,
dagar koma“ úr „Alþingishátíðar“-kantötunni Þjóðhvöt op. 13, sem Jón hóf að
semja í maí 1929 og lauk við í janúar 1930.
31 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 23. september 1929. Ekki hefur mér tek-
ist að finna umrædd lög þýskra tónskálda við ljóð Jóhanns. Fróðlegt væri að
vita við hvaða ljóð Jóhanns þau hafi verið samin, því að Vögguvísuna þýddi Jó-