Skírnir - 01.09.2001, Page 36
300
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Hálfu ári síðar varð framhald á sönglagagerðinni og virðist sem
Annie hafi átt sinn þátt í því. A.m.k. var það hún sem hvatti Jó-
hann til að senda manni sínum nýja texta:
Kæri vinur!
Eg fékk áðan kort frá konunni yðar með beiðni um „noch ein Paar ganz
kurze Texte“ í viðbót við vögguvísuna. Eg sendi yður því hjálagða teksta
tafarlaust. Eg spara mér allar athugasemdir við þá, nema þá, að þeir kunna
að vera helst til langir flestir hverjir - sem stuttir tekstar í yðar skilningi.
Annars eru þeir - sem kvæði skoðaðir vafalaust ekki miklir að vöxtunum.
Mér þætti vænt um, ef þér gætuð sætt yður við þenna ew. galla; því að ég
er viss um að opusinn yrði með tekstum þessum töluverð nýjung þar
heima. En sem sagt: Engar frekari athugasemdir.32
Með orðunum „þar heima" gefur Jóhann í skyn að umræddir text-
ar hafi verið á íslensku. Því miður fylgja ljóðin ekki bréfinu og þar
sem ekki liggur í augum uppi við hvað Jóhann hafi átt með „helst
til löngum" textum er erfitt að ráða í um hvaða kvæði hafi verið að
ræða. Þó er mjög sennilegt að Máninn líður hafi verið eitt þeirra
því að handrit Jóns af laginu er dagsett hálfum mánuði síðar, 31.
mars til 1. apríl 1930. Lagið er með þeim drungalegri úr smiðju
Jóns og vísar að nokkru leyti veginn til draugalaganna úr
söngvasafninu op. 23 (Þula og Draugadans, bæði við ljóð Sigurð-
ar Grímssonar). Þessu veldur hvort tveggja, hrynrænn ósveigjan-
leiki sönglínunnar, þar sem fjórðupartar eru nærri einráðir, og fá-
brotinn píanóundirleikurinn. Fyrir utan forspilið er hlutverk pí-
anósins eingöngu að styðja söngröddina í áttundum eða fimm-
hann ekki á þýsku fyrr en 1931, og ekki er sennilegt að öðrum tónskáldum hafi
þótt hæfa að semja lag við Frau Annie. í Kvœbum og ritgerðum er ekki að finna
önnur ljóð Jóhanns á þýsku en Mond hingleitet, Wiegenlied og Frau Annie.
Hins vegar má vera að lögin hafi verið samin við þýskar þýðingar sem gerðar
voru af öðrum en Jóhanni sjálfum, t.d. þær sem Gustav Wolf (jafnaldri Jóhanns
og félagsbróðir hans í stúdentafélaginu „Herminonia") gerði og Jóhann sendi
séra Friðrik A. Friðrikssyni í bréfi frá Bad Grund í Harz-fjöllum 24. mars 1923
(sjá Undarlegt erlíf mitt!, bls. 149-150). Þá hafði Einar Markan söngvari samið
lag við Vögguvfsu Jóhanns, sem hann söng m.a. á tónleikum f Reykjavík 1.
október 1930 við undirleik Páls ísólfssonar. Ekki er vitað hvaðan hann fékk
eintak af ljóðinu en ekki er ósennilegt að hann hafi kynnst því hjá Maríu syst-
ur sinni, sem hafði frumflutt lag Jóns tæpum mánuði áður.
32 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 20. mars 1930.