Skírnir - 01.09.2001, Page 37
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
301
undum, svo að lagið í heild hefur yfir sér gróðurlausan, lífvana blæ
hinna „gráu skugga“ úr ljóði Jóhanns.
Hálfu öðru ári síðar verða sönglögin tvö þeim aftur tilefni til
bréfaskrifta. Þá var Jón að undirbúa heildarútgáfu verka sinna (alls
18 ópusnúmer) hjá útgefendunum Kistner og Siegel í Leipzig. Þar
sem öll söngverk Jóns voru samin við íslenska texta þurfti að gera
sönghæfar þýðingar fyrir útgáfuna. Sum verkin birtust með íslensk-
um og þýskum textum eingöngu en lögin op. 14a birtust auk þess
með dönskum þýðingum Gunnars Gunnarssonar og enskum þýð-
ingum Hermons Ould. Hvað þýsku þýðingarnar varðaði lá beinast
við að biðja skáldið sjálft um aðstoð. I desember 1931 skrifar Jóhann:
Eg hefði gjarna orðið fyrr við bón yðar um þýðingarnar á tekstunum, en
þetta er dálítið erfitt fyrir mig - því að svo ilt sem það er að þýða aðra, þá
má heita ógerningur að þýða sjálfan sig svo nokkur mynd sé á; enda mun
það hverjum auðskilið, sem nennir að hugsa um það. En nú hefur frú
Kroner sent mér tilraunir sínar. Eg er reyndar ekki ánægður með þær sem
literera þýðingu, en legg ekkert á móti þeim, sem tekstum. Þó hefur nú
þetta ýtt það undir mig, að ég hef sjálfur reynt að þýða Vögguvísuna, (hitt
versið hef ég þýtt fyrir löngu) það er ekki mikið betri skáldskapur en
Kronersþýðingin (ísl. vísan er óviðjafnanlega betri en báðar); en formið er
nákvæmara og kannske rhythmisch práciser. Eg sendi yður því mínar
þýðingar hér með, en þó skal yður í sjálfs vald sett að velja á milli þeirra
og Kroners; hún mun senda yður sínar bráðlega.33
I bréfasafni Jóns er að finna fjórar uppskriftir að þýskum þýðing-
um á umræddum kvæðum Jóhanns. Ekkert blaðanna fylgir leng-
ur bréfum Jóhanns og verður því að geta sér til um hvaða þýðing-
ar komu beint frá Jóhanni. Raunar er slíkt lítill vandi. Tvö blöð,
sem bæði eru skrifuð á sömu ritvél, komast næst því að vera sam-
hljóða þeim þýðingum sem birtust með lögum Jóns 1933 og þar
eru þær eignaðar Jóhanni Jónssyni. Á hinum blöðunum tveimur
eru aðrar þýðingar, ekki alveg samhljóða, sem að öllum líkindum
eru verk Irmgard Kroner, sem Jóhann minnist á í framangreindu
bréfi. Irmgard Kroner (1893-1973) var læknismenntuð en hóf
nám í norrænum fræðum við Humboldt-háskólann í Berlín árið
33 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 18. desember 1931.