Skírnir - 01.09.2001, Page 38
302
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
1926, og var ásamt eiginmanni sínum, dr. Karl Kroner (1878-
1954), mikill Islandsvinur. Var oít efnt til gleðskapar meðal Islend-
inga í Berlín á heimili þeirra hjóna, eins og gestabók þeirra frá
þessum árum er til vitnis um.34 Þar sem Karl var gyðingaættar
neyddust þau síðar til að yfirgefa Þýskaland og bjuggu á Islandi
meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð. Áður en til þess kom voru
þau í hópi helstu stuðningsmanna Jóns Leifs í Berlín og var „Fé-
lag tónlistar Jóns Leifs" um tíma skráð á heimilisfang hjónanna.
Verður nánar vikið að þýðingum Irmgard Kroner á ljóðum Jó-
hanns hér að neðan.
Á eintök sín af þýðingum Jóhanns hefur Jón gert nokkrar at-
hugasemdir, bæði með blýanti og rauðum penna. Þessar breyting-
ar Jóns samþykkti Jóhann síðar (með semingi þó), og birtust
kvæðin þannig í útgáfu Kistners og Siegels 1933, og síðan í Kvœð-
um og ritgerðum 1952.35 Upphafleg gerð ljóðsins, eins og Jóhann
hafði sent Jóni hana haustið 1929, er svohljóðandi:
Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir alt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þey, þey og ró.
Þögn breiðist yfir alt.
Frumgerð þýðingar Jóhanns frá 1931 hljóðar svo:
34 Höfundur kann Klaus Erlendi, fóstursyni Kroners-hjónanna, bestu þakkir
fyrir greinargóðar upplýsingar um foreldra sína og góðar móttökur á heimili
þeirra hjóna (Amherst, Massachusetts, 22. nóvember 2000). Ennfremur þakkar
hann Helgu Kress, Ásgeiri Guðmundssyni og Halldóri Hansen fyrir margvís-
legar upplýsingar um Kroners-hjónin. Sjá einnig bók Þórs Whitehead, Ófriður
í aðsigi (Reykjavík 1980), bls. 87-90, sem og „Orlög blandaðrar fjölskyldu"
(viðtal við Klaus Kroner, Morgunblaðinu, 15. september 1996).
35 í Lbs 3897 4to er að finna vélritað eintak af þýsku þýðingunum sem er sam-
hljóða þeim eintökum sem Jón hafði um hönd en án þeirra breytinga sem Jón
gerði sjálfur. Þar sem útgáfa Halldórs Laxness á þýðingunum í Kvœðum og rit-
gerðum árið 1952 er með breytingum Jóns virðist sem Halldór hafi haft nót-
urnar frá Kistner og Siegel til hliðsjónar við útgáfuna.