Skírnir - 01.09.2001, Page 40
304
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Hvorug þýðingin er í raun nægilega efnisrétt til að góð geti talist.
I fyrri gerðinni er fyrsta ljóðlínan („Uberall Ruh“) fremur daufleg
staðhæfing og minnir lítið á barnslega kyrrð Vögguvísunnar. Auk
þess vísar sjötta lína („Endlich dein Abend kam“) mun sterkar til
dauða í stað svefns en frumgerð Jóhanns.36 Síðari þýðingin er öllu
betri, sérstaklega endurbæturnar á fyrstu og sjöttu línu. Þó er
„sanft“ í fjórðu línu síst betra en „mild“ vegna ofstuðlunar miðað
við íslensku, auk þess sem „warm“ fer heldur illa sem merkingar-
snautt rímorð í annarri og áttundu línu. Fyrir utan efnisleg atriði
víkur fyrri þýðingin nokkuð frá upprunalegu formi ljóðsins, eins
og Jóhann minnist á í bréfi sínu. I fyrri gerð þýðingarinnar rímar
lokaorð þriðju línu (,,Meer“) við aðra línu (,,ringsumher“), en ekki
fyrstu línu eins og hjá Jóhanni (,,ró“/„sjó“). „Kam“ í lok sjöttu línu
rímar auk þess ekki við neitt.
Til eru tvö frumhandrit af Vögguvísu Jóns. Hið fyrra er greinilega
fyrsta gerð lagsins, og eru nokkrar breytingar færðar inn í þetta
handrit sem lengja þagnir í sönglínunni milli vísuorða á nokkrum
stöðum (töktum 15-17, 22-23 og 31 hefur verið bætt inn í síðar).
Á síðari gerð Vögguvísunnar, sem er samhljóða prentuðu útgáf-
unni frá 1933, eru þýðingar ljóðsins á þýsku, dönsku og ensku
færðar inn. Þar er enn að finna upphaflega gerð á fimmtu línu Jó-
hanns, „Lang genug wachtest du“, en hún hefur síðar verið strik-
uð út og „Wir wachten lang genug“ bætt við í staðinn:
Schlafe und Ruh’.
Schweigen hiillt alles ein.
Meer deckt die Sonne zu.
Schlafe in milder Ruh’.
Wir wachten lang genug.
Schliesse die Augelein.
Schlafe und Ruh’.
Schweigen hullt alles ein.
36 Hér skiptir engu þótt hægt sé að greina „feigðartón“ í íslenskri gerð ljóðsins
(sjá Kristján Árnason, „Sérstaða Jóhanns Jónssonar", Tímarit Máls og menn-
ingar 1980, bls. 57) því að slík undiralda feigðar er aðeins gefin í skyn en aldrei
sögð fullum fetum. Væri sú raunin hefði Jóhann tæpast sent Jóni kvæðið sem
vöggugjöf til nýfæddrar dóttur.