Skírnir - 01.09.2001, Page 42
306
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
lega minnir nokkuð á þýðingu Kroner), auk þess sem hann breyt-
ir „Herbstnacht" í „Eisnacht" og fellir niður upphafsorð þriðju og
fjórðu línu. Veigamesta breytingin, þótt ekki sé nema eitt orð,
varðar hins vegar persónufornafnið í fjórðu línu, sem Jón breytir
í 1. persónu eintölu:
Mond hingleitet.
Tod nun reitet.
Eisnacht geistert wolkig zu fahlen Ráumen.
Wohl wird mir, von altem Gltick zu tráumen.
Mond hingleitet.
Jóhanni var lítið gefið um þessar breytingar Jóns á þýðingunni,
eins og bréf hans frá 30. desember gefur til kynna:
Það gleður mig, að þér getið brúkað vísurnar. Reyndar er Mánavísan í
endurbótinni afleitur skáldskapur! Og þetta hálf alliterandi „nun“ og
„hin“ virðist mér mjög vafasamur kostur, af því að slíkur hljóða-
korrespondens, sem stafrím eða silbe-angleichung íslenskunnar, fegrar
ekki þýskuna að neinu leyti, síður en svo: þessi forneskja, sem sumir
þjóðmenningarbroddborgarar hér hafa verið að sækja upp í alt-
hochdeutsch, hefur ætíð orðið nýháþýskunni til afskræmis, sjá „kveð-
skap“ Richard Wagners, sem viðurstygð er hverju sæmilega hreinu eyra!
- Einnig er „Wohl wird mir“ mjög óþýskt og yfirleitt ómállegt, að ég ekki
segi málleysa. Sömul. er þessi greinislausa Eisnacht þyrnir í mínum aug-
um; en þetta er víst nauðsynlegt lagsins vegna, og því má það flakka mín
vegna.37
Hins vegar virðist Jóhann hafa gefið frekari samvinnu við tón-
skáldið upp á bátinn, enda var hann tregur að samþykkja breyt-
ingar Jóns og hefur kannski ekki treyst sér í frekara samstarf, þar
sem listræn sjónarmið þyrftu hvað eftir annað að víkja fyrir
sönghæfni tónsmíðarinnar.38 I sama bréfi svarar hann beiðni Jóns
um að þýða aðra sönglagatexta fyrir útgáfu Kistners og Siegels:
37 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 30. desember 1931.
38 Þótt Jóhann hafi sennilega ekki vitað af því, vílaði Jón ekki heldur fyrir sér að
gera tilraunir með breytingar á íslensku frumtextunum. A.m.k. hefur hann fært
inn á handskrifað eintak sitt af Mánakvæðinu eftirfarandi breytingar á 3. og 4.
línu: „Skuggar fölir hljótt yfir hjarnið sveima./Gaman er um gleymda gæfu að
dreyma". Handritadeild Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns, uppköst
að sönglögum op. 14a.