Skírnir - 01.09.2001, Síða 45
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
309
ekki notið við.44 í bréfaskiptum þeirra Jóhanns er margsinnis vik-
ið að stofnun Bandalagsins og greinilegt að Jóhann lagði sig fram
um að vera vini sínum innan handar eins og kostur var. Hins veg-
ar var hann, eins og flestir aðrir starfsbræður hans, ekki bjartsýnn
á framtíð slíks félagsskapar á Islandi:
Annars er mér víst óhætt að trúa yður fyrir því, að ég hefi svona a priori
náttúrlega enga oftrú á blessun fyrirtækisins. Mér virðist mannskapurinn
nokkuð sundurleitur og andinn (eftir persónunum að dæma) verður víst
þar eftir. Þessir gömlu fauskar, sumir hverjir, sem hafa bolað sér þarna inn
hjá okkur, eru, trúi ég, of gamlir hundar til þess að læra að sitja - þeir eru
svo vanir við að skara eldinn að sinni köku og troða skóinn ofan af öðr-
um, að ég er hálf vantrúaður á, að þeir fari nú að taka upp á því í ellinni
að verða góðir bandalagsmenn og vinna fyrir heill náunga síns.45
I frumdrögum Jóns var Bandalagið ævinlega nefnt „Félag ís-
lenskra listamanna". Breytingin á nafninu var hugmynd Jóhanns
og virðist hann hafa átt í nokkrum erfiðleikum með að sannfæra
Jón um kosti þess. I júní 1928, rúmum þremur mánuðum áður en
félagsskapurinn var formlega stofnaður, skrifar hann Jóni:
Ég fékk - inzwischen - uppkast yðar að lögunum fyrir „félag ísl. lista-
manna“. Víða myndi ég kjósa nánari ákvæði. [...] Þá kysi eg að félag þetta
héti „Bandalag ísl. listamanna". Orðið „bandalag" tekur réttilegar fram
tilgang og anda félagsins en orðið „félag“.46
Jón virðist í fyrstu hafa tekið dræmt í nafnabreytinguna. A.m.k.
sér Jóhann sig knúinn til að ítreka tillögu sína rúmum mánuði síð-
ar, og segir orðið Bandalag vera
[...] gamalt og gott orð um svipaðan félagsskap og þenna. Samlag er mér
of finanzmáfiig, það er ekki fyrsta atriði félagsskapar okkar að við leggjum
saman (eins og í sjóð!) heldur að við höldum saman, bindumst samtökum.
Lengd orðsins Bandalag virðist mér ekkert argument sem neinu ræður.47
44 Sjá nánar B.A.-ritgerð Ingunnar Þóru Magnúsdóttur, „Bandalag íslenskra lista-
manna - söguleg tildrög að stofnun þess og starfsemi fyrstu árin“ (Háskóla ís-
lands 1989), og cand.mag.-ritgerð sama höfundar, „Ágrip af sögu Bandalags ís-
lenskra listamanna frá upphafi og til ársloka 1942“ (Háskóla íslands 1991).
45 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Potsdam 2. desember 1928.
46 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 21. júní 1928.
47 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Bad Salzbrunn, Slesíu 24. júlí 1928.