Skírnir - 01.09.2001, Page 46
310
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Breytingin sera Jóhann minnist á (þriggja manna framkvæmda-
stjórn í stað fimm manna stjórnar) var tekin upp í endanlega gerð
laga Bandalagsins, sem var stofnað 6. september 1928. Jóhann
gerði tillögu að skipan slíkrar stjórnar í bréfi til Jóns og stakk hann
upp á Gunnari Gunnarssyni sem formanni, Kristjáni Albertssyni
sem ritara og Jóni sjálfum sem gjaldkera Bandalagsins. Við stofn-
un félagsins sama haust varð úr að Gunnar var kjörinn formaður,
Jón ritari, og Guðmundur Einarsson tók að sér starf gjaldkera. Jó-
hann hélt áfram að vinna að málefnum Bandalagsins meðan hon-
um entist aldur til og er uppkast hans að þýðingu laga um vernd
höfundarréttar varðveitt meðal eftirlátinna skjala hans á Lands-
bókasafni Islands - Háskólabókasafni.
Síðustu æviár sín fékkst Jóhann töluvert við þýðingar og þýddi
m.a. tvær skáldsögur Gunnars Gunnarssonar á þýsku. Það var í
framhaldi af tillögum Jóns Leifs um stofnun Bandalags íslenskra
listamanna að eldri rithöfundurinn komst í kynni við yngri
starfsbróður sinn. Gunnar Gunnarsson hafði aldrei heyrt Jóhanns
getið þegar Jón sendi honum lista með tillögum um félaga í
Bandalaginu, þar sem m.a. var að finna nöfn Guðmundar Kamb-
ans og Jóhanns Jónssonar. I svari Gunnars stóð m.a. þetta:
[...] Kamban veit eg ekkert um, hvort hann er hér eða heima. (Hver er Jó-
hann Jónsson?) Það er vel gert af yður að standa í þessu stappi og eg óska
yður góðs árangurs - betri en eg vænti.48
Jón svaraði um hæl og sagði m.a. um Jóhann: „ungur maður á
mínum aldri, sem dvalið hefir nú 7 ár í Þýzkalandi, en hefir átt við
heilsuleysi að stríða". Með bréfi sínu sendi hann Gunnari eintak af
tímaritinu Vöku, en í því var að finna ljóð Jóhanns, Söknuð.49 Um
viðbrögð Gunnars við ljóðinu verður hins vegar ekkert sagt með
vissu. Raunar endursendi hann Jóni tímaritið sex dögum síðar en
í meðfylgjandi bréfi víkur hann ekki einu orði að kvæði Jóhanns.
Hálfu öðru ári síðar, í febrúar 1930, kynntust skáldin hins vegar
persónulega, þegar lesið var úr verkum Gunnars í Berlín að höf-
48 Gunnar Gunnarsson til Jóns Leifs, Fredholm 28. júlí 1928.
49 Jón Leifs til Gunnars Gunnarssonar, Rehbriicke 1. ágúst 1928.