Skírnir - 01.09.2001, Page 47
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
311
undinum viðstöddum, og skrifaði Jóhann grein um viðburðinn í
Lesbók Morgunblaðsins.50 Snemma árs 1931, þegar Jóhann sat við
að þýða Jón Arason, frétti Gunnar af því frá Jóni að útgefandinn
Langen hefði ekki staðið við sinn hluta af samkomulaginu og að
Jóhann væri veikur og skorti peninga. I lok febrúar var Jón sjálfur
í Leipzig (þar samdi hann m.a. tvö „Ný rímnadanslög" op. 14b
um sama leyti) og sá því með eigin augum hve heilsu Jóhanns hafði
hrakað. Hann hafði strax samband við Gunnar og kvartaði yfir
því að útgefandinn stæði ekki við peningagreiðslur. Jóhann hafði
átt að fá mánaðarlega útborgun meðan á verkinu stóð og að því
loknu greitt það sem eftir var. Ekki vill Gunnar kannast við að for-
lagið standi ekki í skilum en lofar að grennslast sjálfur fyrir um
málið. Nokkrum mánuðum síðar ber heilsu Jóhanns aftur á góma
í skrifum Gunnars til Jóns og greinilegt er að rithöfundinum þyk-
ir nóg um tilætlunarsemi Jóns:
Það er leitt að heyra um líðan Jóhanns. En hvað eg get gert honum til
létta, fram úr því sem orðið er, er mér ekki ljóst. A.m.k. sem stendur. Að
útvega honum bók að þýða og ritlaunin fyrirfram? Það kalla eg skrítna
hugmynd um kjör rithöf. og þýðenda í Þýzkal. sem stendur. Það var eng-
an veginn létt að útvega honum Jón Arason; og það var til að þóknast mér,
að Langen borgar ritlaunin svona - Magnús [Ásgeirsson] og aðrir verða
að bíða, þangað til bókin kemur út.51
Ekki verður fullyrt hér um það hvort beiðni Jóns bar tilætlaðan
árangur, en árið 1932 komu út í Þýskalandi tvær bækur Gunnars
Gunnarssonar í þýðingu Jóhanns.'/ów Arason (sem Gunnar nefn-
ir í bréfi sínu) og Konungsson. Sjálfur þýddi Gunnar Mánakvæðið
og Vögguvísuna á dönsku fyrir nótnaútgáfu Kistners og Siegels
1933, og gafst þannig færi á að launa landa sínum og starfsbróður
þýðingarstarfið að nokkru.52
50 „Gunnar Gunnarsson í Berlín“, Lesbók Morgunblaðsins, 6. apríl 1930. Sjá einn-
ig Eystein Þorvaldsson, „1 framandi landi“, bls. 66.
51 Gunnar Gunnarsson til Jóns Leifs, Fredholm 8. apríl 1931.
52 Þýðingarnar gerði Gunnar meðan Jóhann var enn á lífi. Þær bámst Jóni Leifs
með bréfi dags. 12. janúar 1932, þar sem Gunnar lætur í síðasta sinn í ljós
áhyggjur sínar af heilsufari Jóhanns.