Skírnir - 01.09.2001, Page 48
312
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Diskomplimentéring - og danði
Síðasta árið sem Jóhann lifði bar nokkurn skugga á samband þeirra
Jóns. Jón gat verið býsna harðorður í bréfum sínum og gerði iðu-
lega miklar og jafnvel óraunhæfar kröfur til vina sinna. Um 1930
fór að bera meira á þessu en áður og hrakti Jón þannig frá sér tölu-
verðan fjölda vina og kunningja á þessum árum, m.a. Pál Isólfsson
og Halldór Laxness. í síðustu bréfum sínum virðist Jón hafa látið
í það skína að heilsufar Jóhanns væri í raun betra en skáldið gæfi
jafnan í skyn, og hann gæti vel unnið sigur á sjúkdómnum ef hann
aðeins kærði sig um. Hér er í raun um dæmigert skilningsleysi að
ræða hjá Jóni, sem átti alla tíð erfitt með að setja sig í spor annarra
og hætti til að dæma fólk út frá sínum eigin forsendum. Raunar má
velta því fyrir sér hvort efasemdir Jóns um veikindi Jóhanns megi
rekja til reynslu Jóns af eigin veikindum á árunum 1916-20. Með-
al þeirra kvilla sem þá hrjáðu tónlistarnemann unga má telja
mígreni, bólgu í efri lungnablöðum, „hjartagigt" og „magasig“ (gas-
tropos). í nýlegri ævisögu Jóns er gefið í skyn að Jón hafi að ein-
hverju leyti gert sér upp þessa sjúkdómssögu til að fá aukið næði til
tónsmíða.53 Þetta á eftir að rannsaka nánar, en vel má vera að Jón
hafi haft eigin reynslu af uppskálduðum sjúkdómum til viðmiðun-
ar þegar hann brigslaði vini sínum um slíkt hið sama.
í síðasta bréfi Jóhanns á hann erfitt með að leyna vonbrigðum
sínum. Hann er bitur út í Jón fyrir að hafa efast um sjúkdóm sinn
og gefið í skyn að Jóhann skorti ekkert nema viljann til að ná bata.
Vafalaust hafa brigslin verið enn sárari fyrir það að þau komu frá
Jóni, enda ljóst að hin frjósama velvild, andlegi skyldleikinn sem
þeir urðu varir við sín í milli, var við það að rofna.
Eg veit nú ekki, hvaðan þér hafið yðar tiltölulega optimistíska álit á
heilsufari mínu. Það er exact sagt, hvað lungun snertir, tæp 50 prc; og
hvað hjartað áhrærir, þá sló það síðasta ár svona þegar best lét ca. 130 slög
á hverri mínútu. Hvernig mitt subjektiva ástand muni hafa verið með
þessum forsendum - um það fer ég ekki í manngreinarálit!! - Eg veit nú
ekki, hver eða hvað á sök á þessu; líklega hafið þér rétt fyrir yður með til-
gátu yðar um, að ég hefði þurft að fara betur með mig. En við því hef ég
53 Carl-Gunnar Áhlén,/ó« Leifs. Tónskáld í mótbyr, bls. 69-72.