Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 49
SKÍRNIR
HIN FRJÓSAMA VELVILD
313
engu öðru að svara en því: ég hef lifað eins og efni leyfðu. Eg hef gert alt,
sem ég gat, til þess að fá bót minna meina. Eg var eitt ár í Sviss, 1/2 ár á
Ítalíu, altaf öðru hvoru, þegar (sem sagt) efni leyfðu, hér og hvar í þýsk-
um kúrstöðum. En vitanlega nægði þetta ekki, en ég gat ekki betur, auð-
urinn náði ekki lengra. Um ásökun yðar: að ég vilji ekki verða heilbrigð-
ur, væri margt að segja. Til að byrja með: Af hverju ráðið þér, að ég vilji
ekki verða heilbrigður? Eg fyrir mitt leyti hef aldrei sagt yður það - og
strangt tekið er ég þó eina heimildin í þessu atriði. Um baráttu mína í
efnalegu tilliti hef ég talað. Um minn moralska Widerstand ber saga veik-
inda minna sjálf best vitni - og ef þér viljið, standa læknar mínir líka til
boða. Það eru ekki nema fáeinir dagar, síðan læknir minn lét óbeðinn í
ljós þá skoðun, að ég hefði lífsvilja mínum einum það að þakka, að ég væri
ekki dauður fyrir mörgum árum. En sleppum því: það er hvort sem er
ekki nema fullyrðing gegn fullyrðing og sama væri það vildi ég sjálfur fara
að fullyrða nokkuð í þessu efni. En ég er samt hissa á því að þér, sem þó
rennið dálítinn grun í líf mitt (a.m.k. sem Schicksal verwandtes Mensch)
skuluð diskomplimentéra mig svona! Eg hefði skilið það, hefði ég komið
yður á óvart með nærgöngula beiðni um hjálp, því að þar væri slíkur
Redensarten stílístískt á réttum stað; en að fara að kasta svona phrasa að
mér, sem neutral kunningi, eftir að hafa horft á það í 6-7 ár, að ég þó
nokkurnveginn „stóð minn mann“ í svínaríinu. Komisch!54
Hér er komið að tímamótum í vináttu þeirra Jóns og Jóhanns. Jón,
sem Jóhann hafði nefnt sinn „gamla confrére" í bréfi aðeins tveim-
ur árum áður, var nú orðinn „neutral kunningi", hvað sem andleg-
um skyldleika leið.55 Jóhann virðist hafa litla trú á að hjálpar sé að
vænta frá Jóni og Annie, þrátt fyrir að Jón virðist ætíð hafa verið
reiðubúinn að hlaupa undir bagga með Jóhanni, og má þar minna
á árangurinn af bréfaskiptum hans og Elísabetar Göhlsdorf árið
1925.56 En af þeirri aðstoð vissi Jóhann líklega ekkert og þegar hér
er komið sögu treystir hann engum:
54 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 20. janúar 1932.
55 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 20. mars 1930.
56 Annie og Jón héldu áfram að bera hag Elísabetar Göhlsdorf fyrir brjósti eftir
að Jóhann lést. Árið 1933 skrifaði Annie Halldóri Laxness, sem þá var á Spáni,
og bað hann að hlutast til um fjárhagslega aðstoð handa frú Göhlsdorf. Hall-
dór bar því við að hann væri of langt í burtu til að geta orðið að liði, en lofaði
að gera sitt besta um leið og hann væri kominn norðar á bóginn (Halldór Lax-
ness til Anniear Leifs, Barcelona 17. október 1933).