Skírnir - 01.09.2001, Side 50
314
ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Þá spyrjið þér mig, hvort ég vilji að mér sé hjálpað, svo að til verulegs
gagns verði. Ja, líklega er til ætlast að ég svari þeirri spurningu neitandi!
Enhvernig erþað, hafið/>érþá slíka „verulega“ hjálp á boðstólum? Hing-
að til hefur enginn viljað, getað, né reynt að hjálpa mér; þvert á móti,
kunningjar mínir, eins og t.d. þeir „Vöku“ ritstjórar hafa snuðað mig um
peninga - þótt þeir vissu ósköp vel, hve mjög ég þurfti á þeim að halda.
Það er sýnishorn af minni reynslu hingað til um hjálp annara.57
Jóhann Jónsson andaðist í Leipzig 1. september 1932. Jón ferðað-
ist þangað tafarlaust frá Berlín og líkbrennslan fór fram 5. septemb-
er. Hann tók að sér að gera helstu ráðstafanir varðandi útförina
ásamt Hauki Þorleifssyni, sem hóf nám við háskólann í Leipzig
haustið 1928. Jón sendi m.a. símskeyti um andlát Jóhanns heim til
ættingja hans á Islandi, auk þess sem hann reyndi að fá aðstoð
Gunnars Gunnarssonar við að fá íslenska ríkið til að bera kostn-
aðinn af útförinni og bað hann einnig að reyna að útvega Elísabetu
Göhlsdorf einhverja peninga.58 Og það var Jón sem lýsti stirðn-
uðu andliti Jóhanns fyrir Halldóri Laxness, eins og frægt er orðið:
„dánargríma hans var eins og öskur“.59 Líkbrennslan fór fram „að
viðstöddum nokkrum þýskum vinum hans og þremur íslending-
um“.é0 Haukur Þorleifsson og Jón Leifs töluðu nokkur orð yfir
kistu skáldsins. Handritið að ræðu Jóns hefur ekki fundist en kafli
úr henni var prentaður í Morgunblaðinu skömmu eftir útförina.
Orð Jóns eru eftirtektarverð, ekki síst ef þau eru túlkuð sem síð-
asti eftirmáli að rimmu þeirra Jóhanns nokkrum mánuðum áður.
Til dæmis biður Jón skáldið tvívegis fyrirgefningar í þessum stutta
kafla og má þá einu gilda þótt hann geri það ekki í eigin nafni held-
ur fyrir hönd ættjarðarinnar. Þar sem Jón stóð yfir kistu vinar síns,
57 Jóhann Jónsson til Jóns Leifs, Leipzig 20. janúar 1932.
58 Uppköstin að símskeytunum eru varðveitt í safni Jóns, böggli nr. 39. Hið fyrra
er til Kristins E. Andréssonar, Landsbókasafni, Reykjavík: „Jóhann dáinn til-
kynnið ættingjum"; hið síðara er til Gunnars Gunnarssonar í Fredholm:
„Reynið útvega útför Jóhanns ríkiskostnað sendiherranum og senda Göhlsdorf
símleiðis 400 mörk. Leifs Haukur“.
59 Skdldatími (Reykjavík 1963), bls. 166.1 þættinum „Vinur minn“, sem Halldór
skrifaði í minningu Jóhanns síðla árs 1932 og birtist í Fótataki manna ári síðar,
segir hann einnig frá dánargrímu Jóhanns en getur ekki um heimild sína.
60 Haukur Þorleifsson, „Frá útför Jóhanns Jónssonar skálds“, Morgunblaðið, 9.
október 1932.