Skírnir - 01.09.2001, Síða 54
318
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
Stríðskappar konunga - ógnvaldar bœnda
I íslenskum miðaldabókmenntum er víða getið um berserki og ber
flestum frásögnum saman um að menn þessa hafi gripið nánast
ómennskur ofsi, enda greina margar þeirra frá vandræðum sem
oftar en ekki fylgdu í kjölfar ófriðar þeirra og yfirgangs.3 Imynd
berserkjanna má vissulega teljast neikvæð, og svo virðist sem
mönnum standi almennt ógn af návist þessara óstýrilátu ógæfu-
manna. Þrátt fyrir það endurspegla sögurnar tvíbent viðhorf í garð
þeirra, því að svo virðist sem berserkirnir séu í senn eftirsóttir
stríðsmenn þar sem konungar eða aðrir stórhöfðingjar heyja orr-
ustur sínar (hetjur), en um leið óvinsælir og óæskilegir á friðartím-
um (óþjóðalýður). Virðing þeirra og vinsældir takmarkast við
heim hernaðarsamfélagsins, því að um leið og þeir stíga út fyrir
mörk hans og inn fyrir hlið bændasamfélagsins verða helstu „eig-
inleikar" þeirra bæði óþarfir og illa séðir. Undantekningarlítið
skapast hin frásagnarverðu átök þar sem berserkirnir þvinga lög-
mál hernaðarsamfélagsins á samfélag bænda eða friðsælla konunga
og því koma þeir okkur oftast fyrir sjónir sem óheflaðir ribbaldar
sem ferðast um og ónáða bændur og höfðingja. Algengt er að þeir
skori menn á hólm, nemi brott dætur þeirra og hafi uppi annars
konar óskunda og siðleysi, sem aflar þeim lítilla vinsælda.4
Fjölmargir menn sem taldir voru berserkir, hamrammir eða
eigi einhamir koma við sögu í íslenskum miðaldaritum, jafnt
Landnámu, konunga- og íslendingasögum, sem og fornaldar- og
riddarasögum.5 Nokkrir íslendingar voru taldir ganga berserks-
3 Eftirtalin rit vísa til frásagna af berserkjum: Boberg 1966:F610.3, Giintert 1912
og Kaiser 1998:287-288.
4 Berserkjum er mörgum hverjum lýst sem óeirðaseggjum og illþýði sem alls stað-
ar eru til vandræða. Sjá t.d. Grettis sögu, 19. og 40. kafla, IF VII og Egils sögu,
64. kafla, IFII. Sjá einnig lýsingu á Þrum-Katli í Fljótsdæla sögu, 3. kafla, IF XI
og Klaufa í Svarfdæla sögu, 17. kafla, IF IX. Sjá ennfremur Dehmer 1927:86
o.áfr. og Reuschel 1933:100-104.
5 Hér að framan var bent á rit sem vísa til frásagna af berserkjum. Sú upptalning
skal ekki endurtekin, en til viðbótar mætti nefna íslenska menn sem taldir voru
hamrammir. Þeir eru: Dufþakur og Stórólfur Hængsson í Landnámu, IF I (S
350, H 309, M 14/ einnig: Orms þáttur Stórólfssonar 1. og 3. kafli, /FXIII), Þor-
kell bundinfóti í Landnámu (M 11), Vékell hinn hamrammi í Landnámu (S 196,