Skírnir - 01.09.2001, Side 56
320
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
Svá er sagt, at þeim mgnnum væri farit, er hamrammir eru, eða þeim, er
berserksgangr var á, at meðan þat var framit, þá váru þeir svá sterkir, at
ekki helzk við þeim, en fyrst, er af var gengit, þá váru þeir ómáttkari en
at vanða.9
Hugtakið hamrammur hefur því í raun tvenns konar merkingu;
annars vegar vísar það til hamskiptaeiginleika, en hins vegar til
tröllaukins afls og æðis.10 Eftir því sem tímar liðu varð síðari
merkingin algengari og í yngri miðaldasögum kemur fyrir að
óvenjusterkir menn séu kallaðir hamrammir, sem sýnir að orðið
hefur snemma verið notað í yfirfærðri merkingu líkt og nú.* 11
Berserkir hafa jafnan þótt heillandi viðfangsefni og þar sem
ýmsir fræðimenn hafa tekið uppruna þeirra og helstu einkenni til
umfjöllunar síðustu áratugi er ástæðulaust að telja upp hinar fjöl-
mörgu heimildir um þá hér. Svo sem rannsóknir þessar og helstu
ritsmíðar sýna, hafa menn ekki komist að sameiginlegri niður-
stöðu um grundvallarskilgreiningu fyrirbærisins.12 M.a. hefur ver-
ið deilt um merkingu orðsins berserkur, þ.e. hvort forskeytið ber-
vísi til bjarnar (sbr. kvenkynsmyndin bera) eða nektar (sbr. lýsing-
arorðið ber). Berserkir hafa því ýmist verið skilgreindir sem her-
menn í bjarnarfeldi, hermenn í bjarnarham (í yfirfærðri merkingu)
eða hermenn án brynja, en enginn þessara möguleika er fráleitur,
enda má telja víst að sambærilegir hermenn (þ.e. án brynja/í dýra-
feldum) hafi verið til: þeim er t.a.m. lýst í Germaníu eftir róm-
verska sagnaritarann Tacitus, sem var uppi um 56/57-eftir 117 e.
Kr.13 Oftast nær byggja menn túlkanir sínar á nokkrum mismun-
9 Egils saga, 27. kafli, ÍFII (bls. 70).
10 Sjá Hermann Pálsson 1997:103.
11 Sbr. t.d. Klockow 1956:25 og 33.
12 Sjá einkum Breen 1999; Kaiser 1998; Zitzelberger 1979; Höfler 1976; Blaney
1972; von See 1961 (og 1981); Kuhn 1949; Noreen 1932; Gron 1929; Giintert
1912.
13 Sbr. Tacitus 1928:24 (brynjulausir hermenn), 39 (Germanir klæðast feldum
villidýra), 83 (Eistar bera á sér líki villigaltar) og 86 (Finnar klæðast dýrafeld-
um). Fornminjar gefa einnig til kynna að (her)menn hafi klæðst feldum villi-
dýra. Á hjálmplötu frá Torslunda í Svíþjóð, sem talin er vera frá 6.-7. öld, er
mynd af manni 1 dýrafeldi og með dýrshöfuð (grímu af úlfi/birni). Talið er lík-
legt að myndin sýni berserk eða úlfhéðin. Einnig má nefna að í dregil frá
Oseberg í Noregi, sem talinn er vera frá fyrri hluta 9. aldar, eru ofnar myndir