Skírnir - 01.09.2001, Page 58
322
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
yfirskilvitlegur. Enginn vafi leikur á því að aldagömul hefð liggur
að baki þessum hugmyndum. Hugsanlega verður hún rakin til
trúarvímu grímuklæddra stríðsmanna til forna og má þá e.t.v. líkja
ástandi berserkjanna við einhvers konar helgiathöfn eða trúar-
leiðslu sem tengir þá Óðni.18 Trúarvíman felst svo aftur í nafni
Oðins, sem er náskylt orðinu <eáz,19 jafnframt því að vísa til vímu-
efnanotkunar Óðins sjálfs, sem sagður er lifa á „víni“ eingöngu.20
í Ynglinga sögu segir að Óðinn valdi sér hermenn og gerði þá
ósigrandi með göldrum sínum. Hins sama er getið í Hávamálum,
þar sem segir að ekkert fái grandað hermönnum Óðins. Þar segir
ennfremur að þessir útvöldu hermenn hafi gengist undir eins kon-
ar vatnsskírn. Óðinn kveður svo:
Þat kann ek it þrettánda,
ef ek skal þegn ungan
verpa vatni á,
munat hann falla,
þótt hann í fólk komi,
hnígra sá halr fyr hiprom.21
Vísan endurspeglar því sams konar hugmyndir.
En hvers getum við orðið vísari um eðli og eiginleika þessara
stríðskappa? Ofangreind klausa úr Ynglinga sögu sker ekki úr um
fyrrnefnt ágreiningsefni sem varðar uppruna orðsins berserkur, en
Haraldskvæði (Hrafnsmál), sem sagt er vera ort af Þorbirni horn-
klofa (uppi um 900) um Harald hárfagra, varpar e.t.v. skýrara ljósi
á það. I kvæði þessu er getið um tvenns konar stríðsmenn sem
jafnan fylgja Haraldi konungi, þ.e. berserki og úlfhéðna, og
óhljóðum þeirra eða stríðslátum er lýst svo:
greniuðu berserkir,
guðr var þeim á sinnum,
18 Sjá Höfler 1974; Höfler 1934:323-330; Weiser 1927:78 og 83.
19 Sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon 1989:684.
20 Sbr. Grímnismál, 19. erindi, Eddadigte II (bls. 15) og Edda Snorra Sturlusonar
1924:29.
21 Hávamál, 158. erindi, Eddadigte I (bls. 38).