Skírnir - 01.09.2001, Side 59
SKÍRNIR
UM BERSERKI
323
emiuðu úlfheðnar
ok ísgrn dúðu.22
Ekki verður um það villst að „úlfhéðnar" þeir sem um er rætt
draga nafn sitt af úlfsskinni og m.t.t. þess er ekki fráleitt að ætla að
„berserkir" dragi nafn sitt af bjarnarfeldi. Það má því teljast líklegt
að í kvæðinu sé getið um dýrahermenn konungs, þ.e. menn sem
börðust í gervi tvenns konar villidýra; úlfa og bjarna.23 Að vissu
leyti er þeim stillt upp sem hliðstæðu, en eðlilega hafa menn velt
því fyrir sér hvort um sé að ræða tvö hugtök yfir nánast sama
fyrirbæri eða hvort hér séu á ferð tvenns konar herflokkar/her-
deildir.24 í umfjöllun sinni um Haraldskvæði telur Jón Helgason
hugsanlegt að
... kappar þessir hafi klæðzt slíkum skinnum, en hitt mun þó sönnu nær
að því hafi verið trúað að þeir væru hamrammir og gætu brugðizt í úlfs-
líki. Líklegt er að berserkur sé sams konar merkingar og hafi í fyrstu ver-
ið haft um menn er tekið gætu á sig bjarnarlíki ,..25
Skoðun Jóns má þykja trúverðug og er óhætt að gera ráð fyrir
að sögur um úlfhéðna og berserki tengist sögum og hugmynd-
22 Haraldskvæði, 8. erindi, Skjaldevers (bls. 17). Nánar er getið um úlfhéðna í
20.-21. erindi, þar sem fram kemur að þeir hafi verið berserkir sem gengu fram
í orrustum, þ.e. stríðsmenn. Skv. því er orðið berserkir eins konar yfirheiti, en
úlfhéðnar undirflokkur eða sérstök tegund berserkja. Þetta erindi telur Klaus
von See hins vegar yngra en 8. erindi, sjá von See 1961. Kvæðið er yfirleitt talið
ort af Þorbirni, en einnig hafa erindin um Hafursfjarðarorrustuna (þ.á m. 8. er-
indi) verið eignuð Þjóðólfi úr Hvini. Sjá t.d. Véstein Ólason 1992:203 og Jón
Helgason 1946:einkum 142.
23 Hér má benda á fleiri heimildir sem segja frá hermönnum sem klæðast dýra-
feldum (yfirleitt úlfa eða bjarna), en algeng var sú trú manna að með því öðlað-
ist sá hinn sami eiginleika dýrsins. í Trójumanna sögu er vargstakkur notaður
sem herklæði í orrustu, sbr. Trójumanna saga (bls. 34-35). I Vatnsdæla sögu
segir svo: „ok þeir berserkir, er Ulfheðnar váru kallaðir; þeir hijfðu vargstakka
fyrir brynjur ok vQrðu framstafn á konungs skipinu", 9. kafli, IF VIII. Sjá enn-
fremur Egils sögu, 9. kafla, ÍFII; Óláfs sögu helga, 193. og 228. kafla, ÍF XX-
VII, þar sem hreindýraskinn eru mögnuð upp fyrir Þóri hund og hans menn;
Blómsturvallasögu, 10. kafla; Hyndluljóð, 24. erindi, Eddadigte II (bls. 84).
24 Sjá t.d. Höfler 1976:301.
25 Jón Helgason 1946:140.