Skírnir - 01.09.2001, Qupperneq 62
326
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
ný, að frumstæðir menn verði gripnir slíku æði.“33 Fleiri menn
hafa aðhyllst skýringar af þessu tagi, þ.e. að berserksgangurinn sé
sálrænt ástand og verði líkt við furor Teutonicus, eða eins konar
stríðstrylling.34
Mýramenn úr Egils sögu eru vafalítið meðal frægari berserkja
Islendingasagna. Svo virðist sem ættfaðir þeirra, Kveld-Ulfur
Bjálfason, erfi hamremmi sína frá forfeðrum sínum og skili henni
áfram til afkomenda sinna.35 Þegar Kveld-Ulfur gengur til orrustu
er sagt að hann, ásamt fleiri mönnum, hafi hamast: „Svá er sagt, at
þá hamaðisk hann, ok fleiri váru þeir fprunautar hans, er þá
hpmuðusk.“36 Þetta hugtak er notað um læti þeirra manna sem
gengu berserksgang og tengist því sem áður var um rætt að ber-
serkir voru kallaðir hamrammir.
33 Ynglinga saga, ÍF XXVI, nmgr. bls. 18. Með „fornum ritum“ á Bjarni eflaust
við íslenskar miðaldabókmenntir, þ.e.a.s. konungasögur, íslendingasögur, forn-
aldar- og riddarasögur. Um „sannindin" eru ekki allir á eitt sáttir. Hans Kuhn
telur líklegt að berserkir eða álíkir kappar hafi verið á flakki um Norðurlönd á
víkingaöld, sbr. Kuhn 1949:108. I sama streng tekur Michael Jacobi, sem telur
flest benda til að þeir hafi í raun verið til, sbr. Jacobi 1974:84. Benjamin Blaney
telur víst að berserkir hafi verið til þegar á 6. eða 7. öld, jafnvel þeirri 5., sbr.
Blaney 1972:175, en Klaus von See er hins vegar á þeirri skoðun að berserkir
hafi ekki verið til, heldur sé hér um að ræða bókmenntalegt minni frá 12. öld,
sbr. 1981:316.
34 Hermann Gtintert var fyrstur til að kynna hugmyndir af þessu tagi, sbr. 1912:9.
Sjá ennfremur Lie 1946:174; Lid 1937:23; Helgi Hallgrímsson 2000:7.
35 Eins og fram kemur í Egils sögu var það mál manna að Úlfur Bjálfason (Kveld-
Olfur), sem var afkomandi Úlfs hins óarga, hafi verið hamrammur og sagt er að
hann hafi gerst styggur þegar leið að kveldi. Hann var kvöldsvœfur, sem mönn-
um hefur þótt benda til þess að hugur hans hafi yfirgefið sofandi líkamann og
farið í úlfsham (Egils saga, 1. kafli, IFII, sbr. Holtsmark 1968:8-9). Hamremmi
hans er lögð að jöfnu við berserksgang (27. kafli). Fyrir kemur að sonur hans,
Skalla-Grímur, gerist hamrammur eftir sólarlag. Varð hann þá ofursterkur og
svo óður að hann réðist á hvað sem fyrir var (30. kafli). Egill, sonur Skalla-
Gríms, sver sig ennfremur í ættina og sagt er um Þórólf, bróður hans, að hann
verði óður í bardaga (53. kafli). Mýramenn eru taldir vera skyldir Ingimundi
gamla úr Vatnsdæla sögu, en á son hans, Þóri, kom stundum berserksgangur
(Vatnsdæla saga, 37. kafli, ÍF VIII). Athyglisvert er að Berðlu-Kári, félagi
Kveld-Úlfs, er einnig sagður berserkur (1. kafli) og að heimamenn Skalla-
Gríms eru taldir hamrammir (25. kafli). Um hamremmi og berserksgang Mýra-
manna, sjá t.d. Holtsmark 1968 og Egils saga, útg. Schier 1978:312-313.
36 Egils saga, 27. kafli, ÍFII (bls. 69). Sjá ennfremur 1. og 40. kafla.