Skírnir - 01.09.2001, Page 63
SKÍRNIR
UM BERSERKI
327
Samkvæmt Egils sögu og fleiri Islendingasögum geta berserkir
verið virtir bændur og jafnvel höfðingjar og í slíkum tilvikum
verður ekki séð að sögurnar beri vott um fordóma í garð þeirra.
Menn þessir virðast að eðlisfari skapstyggari en algengt er og ekki
er óalgengt að öðrum standi stuggur af þeim. Sumir þeirra munu
einungis hafa gengið berserksgang á yngri árum, áður en þeir sett-
ust í helgan stein og gerðust ábyrgðarfullir þjóðfélagsþegnar.37
Þótt ímynd berserkjanna megi oft og tíðum teljast nokkuð
einsleit, eru til undantekningar frá hinum staðlaðri lýsingum. I
Egils sögu segir af berserknum Ljóti, sem virðist heldur illa fyrir
kallaður í hólmgöngu þeirri sem hann á við Egil. í fyrstu ógnar
hann andstæðingi sínum að berserkja sið, grenjar illilega og bítur
í skjöld sinn, en í einvíginu sjálfu virðist hann ekki einungis ófær
um að veita Agli högg, heldur hopar hann undan og fer víða um
völlinn og biðst að lokum hvíldar. Egill hæðist að frammistöðu
kappans og yrkir um hann vísu, en fellir hann svo stuttu síðar,
enda berserkurinn engu hraustari eftir hvíldina en áður.38 Augljóst
er að Ljótur er ekki eins og hann á að sér að vera, því að hann er
sagður bæði allmikill og sterkur og er auk þess bæði alræmdur
ribbaldi og atvinnumaður í hólmgöngum. Fleiri sögur segja frá
„misheppnuðum" berserksgangi, t.a.m. berserkjum sem skaða
sjálfa sig jafnt sem eigin liðsmenn.39
í fornaldarsögum er berserkjum lýst með nokkuð öðrum hætti
en gert er í íslendingasögum, þó svo að sagnategundirnar skarist
vissulega hvað þetta varðar. Að jafnaði verða þeir stærri og ýktari
og lýsingar á þeim almennt gróteskari en gengur og gerist í Islend-
ingasögunum. I Hervarar sögu segir frá Arngrímssonum, sem eru
tólf berserkjabræður sem jafnan halda hópinn í leit að átökum og
ófriði (algengt minni). Bræður þessir áttu svo erfitt með að hemja
kraft sinn að þeir hlupu á land upp frá skipum sínum og brutu á
steinum og skógum til að varna því að ganga í skrokk á liðsmönn-
37 Sbr. Weiser 1927:44.
38 Egils saga, 65. kafli, ÍFII (bls. 202-206).
39 Sbr. Söguna af Héðni og Hlöðvi, 7. kafla (bls. 14-15). Sjá ennfremur Breen
1999:79-82. Nánari tilvitnanir í berserksgang samkvæmt Islendingasögum er
að finna hjá Charlotte Kaiser 1998:293-295.