Skírnir - 01.09.2001, Page 64
328
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
um sínum eða eyðileggja skip sín.40 Örvar-Oddur, sem barðist við
berserki þessa á Sámsey, milli Jótlands og Sjálands, kvað svo:
Þá var ótti
einu sinni,
er þeir grenjandi
gengu af öskum,
ok emjandi
á ey stigu,
týrarlausir
ok voru tólf saman.
Þegar Oddur fellir einn þeirra er viðbrögðum hinna lýst svo:
... afmynduðust þeir ákafliga, ok gnöguðu í skjaldarrendurnar, en froða
gaus úr kjapti þeim. Þá stóð upp Hervarðr, ok sókti at Oddi; ok fór sem
fyrr, at hann féll dauðr niðr. Við þessi atvik eyskraði sút í berserkjunum,
réttu út tungurnar, ok urguðu saman tönnunum, öskrandi sem blótneyti,
svá buldi í hömrunum.
Frásögn Hervarar sögu má að sönnu teljast myndræn og bera vott
um fjörugt ímyndunarafl höfundarins, en í stórum dráttum sam-
ræmist hún þó hugmyndum annars staðar að.
Meðal þess sem talið er einkenna berserki er breyting á litar-
hafti þeirra, þ.e.a.s. andlitslit, og verða þeir (dökk)rauðir við það
að æðið rennur á þá.41 Þessa litabreytingu má t.d. sjá með mynd-
rænum hætti í Hálfdanar sögu Brönufóstra, þar sem berserkurinn
Sóti er sagður vera „hálflitr, er hann öðrumegin blár, en öðrumeg-
in rauðr“.42 Hugsanlega mætti setja litabreytingar þessar í sam-
hengi við sögur sem geta um „bláa berserki". Líklegt hefur þótt að
með bláum berserk sé átt við þeldökka berserki úr fjarlægum
löndum,43 enda eru þeldökkir menn víða nefndir blámenn.44 Ber-
serkir og blámenn eru sums staðar nefndir í sömu andrá, sem eins
40 Hervarar saga og Heiðreks konungs, 3.-5. kafli, FNI (bls. 416-425).
41 Sjá t.d. Schiibeler 1885:224-226 og Blaney 1972:11-13.
42 Hálfdanar saga Brönufóstra, 1. kafli, FN III (bls. 561).
43 Klockow 1956:49; Boberg 1966:F610.3.2.
44 Boberg 1966:F527.3.