Skírnir - 01.09.2001, Side 65
SKÍRNIR
UM BERSERKI
329
konar hliðstæður,45 þar sem upp er talinn óþjóðalýður í herjum
óvina. Það þarf þó ekki að vera algilt að berserkir þessir hafi allir
verið álitnir þeldökkir, því að uppruni þeirra berserkja sem sagðir
eru bláir getur hvort sem er verið norrænn eða óljós,46 auk þess
sem nöfn þeirra eru oftast nær norræn. Það er því hugsanlegt að
lýsingarorðið blár sé hér notað um litarhaft berserkjanna þegar
þeir ganga berserksganginn og merki sótrauður:47 Þessi litaskipti
berserkjanna endurspeglast svo aftur í stöðluðum berserkjanöfn-
um, en algengt er að berserkir beri nöfn sem merkja annaðhvort
svart (dökkt) eða hvítt, sbr. t.d. Sóti (Ólafs saga helga, Geðraunir),
Sóti og Snækollur (Hálfdanar saga Brönufóstra og Viktors saga og
Blávus), Svartur og Jökull (Gunnars saga Keldugnúpsfífls), Grjót-
garður og Snækólfur (Brennu-Njáls saga) og Bölsóti og Snækoll-
ur (Ulfhams saga). Berserkjapar af þessu tagi, þar sem annar ber-
serkurinn (bróðirinn) ber nafn sem merkir ljós en hinn dökkur,
gæti því hæglega staðið fyrir hið tvíbenda eðli berserksins, þ.e.
einn og sama manninn, sem er þá ýmist „óvirkur“ (fölur) eða í
ham (rauður).
Eins og fyrr segir voru berserkirnir álitnir njóta galdurs Óðins,
en gera má ráð fyrir að með tímanum hafi hlutverk fjölkynnginn-
45 Sjá t.d. Söguna af Hjálmtér og Ölveri, 3.-4. og 7. kafla, FNIII (bls. 457-458 og
466) og Vilmundar sögu viðutan, 15. kafla, LMIR IV (bls. 173).
46 Ættir Jökuls járnhryggs, sem sagður er „blár berserkr" í Þorsteins sögu Vík-
ingssonar, 3. kafla, FNII (bls. 391) liggja að hluta til á Indlandi. í Sturlaugs sögu
starfsama er getið um berserk sem sagður var vera blámaður og nánar tiltekið
„blár sem hel“. Ekki er getið um uppruna hans, sbr. 12. kafla, FNIII (bls. 612).
Andri jarl í Sögu af Andra jarli (bls. 4) hefur bláa ásjónu, en svartan búk; ættir
hans liggja í Nóatúnum í Jötunheimum. Þessi „blásvarti" berserkur (bls. 10) er
mjög tröllaukinn og sortnar í framan í orrustu (bls. 15). Þá má nefna að Ög-
mundur Eyþjófsbani, sem umgengst berserki og ber sjálfur öll helstu einkenni
þeirra (þótt hann sé hvergi skilgreindur þannig), varð bæði svartur og blár eft-
ir dvöl sína hjá Finnum, þar sem hann lærði fjölkynngi. Ögmundur er ættaður
af Bjarmalandi, sbr. Örvar-Odds sögu, 19. kafla, FN II (bls. 241-243). Fleiri
dæmi eru um að menn verði „bláir og svartir" sökum fjölkynngi, svo sem í Má-
bilar rímum og einnig eru til dæmi um hálf-hvíta og hálf-brúna menn, sbr. Ein-
ar Ól. Sveinsson 1964:cliv-clv.
47 Johan Fritzner telur að merking orðsins blár geti verið breytileg og m.a. merkt
fjólublár. Sjá Fritzner 1886-1896:1 151 og 1974:IV 52. Sjá ennfremur Árna
Böðvarsson 1983:83.