Skírnir - 01.09.2001, Page 67
SKÍRNIR
UM BERSERKI
331
heimildum voru berserkirnir álitnir kunnustumenn í slíkum list-
um og talið að þeir kynnu að fara með eitur, sem má í sjálfu sér
fella undir fjölkynngi, enda magna þeir margir hverjir sverð sín
með eitri: ok þat varð honum at bana, því að eitr hafði verit í
sverðseggjum Báreks".54 I Viktors sögu og Blávus (14. öld) birtist
þessi kunnátta þeirra með nokkuð öðrum hætti, þar sem berserk-
ur spýr eitri.55 Það þarf því ekki að koma á óvart að í ungri ridd-
arasögu sé berserkur nokkur sagður vera seiðskratti, en slíkan tit-
il bera þeir einir sem kunna að efla seið.56
Augljóst er að menn hafa annaðhvort álitið berserkina njóta
galdurs Óðins eða talið þá færa um að beita honum sjálfir í hern-
aði. Með tilliti til þess er líklegt að fjölkynngi þeirra komi einnig
við sögu í berserksganginum sjálfum og þeirri bardagatækni sem
þar er beitt, svo sem segir um berserki nokkra í Geðraunum (lík-
lega frá 14. eða 15. öld): „dreingir eyda doglings þiod / med dock-
um galdri“.57 I Danasögu Saxa segir frá Sivaldi nokkrum sem á sjö
syni, sem allir hafa numið fjölkynngi. Svo virðist sem Saxi reki
berserksgang kappanna beinlínis til galdrakunnáttu þeirra:
Hann átti sjö syni sem voru svo fjölkunnugir, að þegar á þá rann skyndi-
lega óstjórnlegt æði, þá ýlfruðu þeir oft skelfilega, bitu í skjaldarrendur,
gleyptu glóandi kol og óðu hvers kyns elda ... Það var hið grimma eðli
þeirra eða illir andar sem blésu þeim í brjóst þessu æði.58
Á sama hátt er berserksgangurinn afleiðing galdurs í Huldar sögu,
sem einungis er varðveitt í handritum frá 18. öld, þótt hún byggi
á sögu sem mun hafa verið þekkt þegar á 13. öld. Huld hin fjöl-
54 Brot af Þórðar sögu hreðu, 2. kafli, IF XIV (bls. 235). Vitnað er til annarra
heimilda í töflu við lok þessa kafla.
55 Viktors saga og Blávus, 9. kafli, LMIR I (bls. 27).
56 Ectors saga, 6. kafli, LMIR I (bls. 99).
57 Geðraunir, 11. ríma, 48. erindi, Rímnasafn II (bls. 263). Geðraunir eru með
elstu rímum og eru ortar eftir eldri sögu sem nú er að mestu glötuð.
58 Þýðing höfundar, sbr. Saxonis Gesta Danorum 1931:185: „Hic septem filios
habebat tanto veneficiorum usu callentes, ut sæpe subitis furoris viribus in-
stincti solerent ore torvum infremere, scuta morsibus attrectare, torridas fauce
prunas absumere, extructa quævis incendia penetrare ... Tantam illis rabiem
sive sævitia ingenii sive furiarum ferocitas inspirabat"; dönsk þýðing: Saxo
Grammaticus 1911:268.