Skírnir - 01.09.2001, Page 68
332
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
kunnuga fer með þulur yfir liði sínu fyrir orrustu og berserks-
gangurinn rennur á liðið stuttu seinna. Að loknu góðu gengi í bar-
daganum lætur Huld svo um mælt „að fleiri verði berserkir á
Hálogalandi enn öðrum álfum Norvegs".59 Hvort Huld varð að
ósk sinni verður ekki ráðið, því að mér vitanlega hefur enginn birt
tölfræðilegar upplýsingar um uppruna eða búsetu berserkja.
Hér hefur verið getið um helstu einkenni berserkjanna, eða
þess œðis sem á þá rann, en þó má ekki gleyma því sem telja má að
einkenni berserksganginn ekki síður en æðið sjálft, þ.e.a.s. eftir-
köstin. Oft verða berserkirnir þreyttir og máttvana eftir að æðið
er runnið af þeim. Þessu er m.a. lýst í Egils sögu: „Kveld-Ulfr var
ok svá, at þá er af honum gekk hamremmin, þá kenndi hann mœði
af sókn þeiri, er hann hafði veitt, ok var hann þá af pllu saman
ómáttugr, svá at hann lagðisk í rekkju."60 í Hrólfs sögu Gautreks-
sonar kemur fram að máttleysi þetta hafi haldist í um eitt dægur
eða því sem næst.61
Séu helstu einkenni berserksgangs samkvæmt íslenskum mið-
aldabókmenntum tekin saman, kemur í ljós að flest þeirra fylgja
ákveðinni stöðlun og ganga frá einni sögu til annarrar. Algengustu
þættir hans eru eftirfarandi:62 Berserkirnir ...
... grenja: Haralds kvæði (sbr. nmgr. 22); Ólafs saga
Tryggvasonar, 223. kafli (269); Kristni saga, 2.
kafli (127); Grettis saga, 40. kafli, ÍF VII (136);
Vatnsdæla saga, 46. kafli, ÍF VIII (124); Egils saga,
64. kafli, ÍF II (202); Gunnars saga Keldugnúps-
fífls, 14. kafli, ÍF XIV (370-371); Hervarar saga,
3. og 5. kafli, FN I (416-425); Örvar-Odds saga,
14. kafli, FNII (211 og 213); Göngu-Hrólfs saga,
30. kafli, FN III (322); Hrómundar saga Grips-
sonar, 3. kafli, FN II (368); Ásmundar saga
kappabana, 4. og 8. kafli, FNII (470 og 481-483);
59 Huldar saga, 16. kafli (bls. 35-36).
60 Egils saga, 27. kafli, ÍFII (bls. 70).
61 Saga Hrólfs Gautrekssonar, 16. kafli, FN III (bls. 115).
62 Upptalning heimilda er ekki tæmandi, enda talsvert af efni til í yngri sögum
sem margar hverjar eru enn óútgefnar. Fyrst eru taldar upp konungasögur, þá
íslendinga- og fornaldarsögur og loks riddarasögur og rímur.