Skírnir - 01.09.2001, Page 74
338
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
Eitrunareinkennin koma oftast fram um stundarfjórðungi eftir neyzlu,
með höfuðverk og þreytu, munnvatns- og tárarennsli og síðan stami,
svima, ofsjónum, ofsakæti og æðisköstum, oft samfara sjóndepru og
tímabundinni blindu. Að lokum máttleysi, svefn og meðvitundarleysi.
[...] Sú skýring hefur komið fram á berserksgangi fornmanna, að hann
hafi orsakazt af neyzlu þessa svepps, en ekki virðist það í góðu samræmi
við ofannefnd sjúkdómseinkenni. [...] Notkun sveppa sem vímugjafa eða
nautnameðals hefur þekkzt um langan aldur í ýmsum löndum, einkum í
Síberíu og Mið-Ameríku. Hafa ýmsir eitursveppir verið notaðir í þessum
tilgangi, fyrst og fremst berserkjasveppurinn (Amanita muscaria), [...]
Ekki fara neinar sögur af neyzlu sveppa í þessum tilgangi hérlendis.76
Eitrunareinkenni þau sem liggja til grundvallar ályktunum Helga
og Frederiks Gron segja þó ekki alla söguna. Og enda þótt álit
þessara fræðimanna sé í samræmi við þær forsendur sem fyrir
þeim liggja, verður ekki fram hjá því litið að undir vissum kring-
umstæðum verða eitrunaráhrif berserkjasveppsins á margan hátt
talin sambærileg lýsingum íslenskra sagna á berserksgangi, svo
sem m.a. má sjá af dæmum þeim sem vitnað var til hér að framan
(sbr. t.d. máttleysi, svefn eða meðvitundarleysi sem fylgja í kjölfar
æðiskasts) og nákvæmari lýsingum á eitrunareinkennum svepps-
ins, svo sem nánar verður vikið að hér á eftir.
Á sjötta áratug 20. aldar gerði Howard D. Fabing tilraunir með
virkni búfóteníns, sem er eitt þeirra efnasambanda sem fundist
hafa í amanita muscaria. Tilraunir þessar voru hluti af rannsókn-
um hans á geðklofa. Fabing varð sér úti um sjálfboðaliða og
sprautaði þá með efninu í mismiklu magni.77 Virkni efnisins
reyndist um margt sambærileg virkni amanita muscaria, sam-
kvæmt þeim skýrslum um eitrunartilfelli sem þá lágu fyrir, og
liggur hún því nálægt framangreindri tilvitnun í rit Helga Hall-
grímssonar. Þar að auki nefnir Fabing áberandi litabreytingar
sjúklinga sinna, en andlitslitur þeirra dökknaði (varð nánast fjólu-
blár) eftir því sem skammtar hans stækkuðu. Fabing taldi rann-
76 Helgi Hallgrímsson 1979:40-43. Ennfremur „Hins vegar er alveg út í bláinn að
berserkir hafi verið undir áhrifum af berserkjasveppum. ... Áhrifin af ber-
serkjasveppnum eru frekar slævandi en hitt.“ Sjá Helga Hallgrímsson 2000:7.
77 Fabing 1956:410-414.