Skírnir - 01.09.2001, Page 76
340
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
hann í nokkurt samhengi við villimennsku á borð við berserks-
ganginn - eða vítisengla á langskipi.80
Eðlilegt er að forsendur rannsókna breytist með sífellt auknu
upplýsingaflæði. Þegar þessi orð eru rituð hefur efnafræðilegum
rannsóknum að vísu fleygt fram, en þó telja menn að eitrunarein-
kenni amanita muscaria séu enn ekki að fullu þekkt.81 Þá eru all-
margar skýrslur neytenda nú aðgengilegar og því ætti heimilda-
skortur ekki að takmarka rannsóknir af þessu tagi. Eftir að neysla
ofskynjunarlyfja jókst meðal vestrænna þjóða, og þá einkum síð-
ustu þrjá áratugi, hafa verið teknar fjölmargar skýrslur af fólki
sem ýmist hefur gert tilraun til að neyta sveppsins eða neytir hans
að staðaldri. Auk framangreindra rannsókna Fabings, og heimilda
sem hann vísar til, eru reynslusögur neytenda margar hverjar að-
gengilegar sem frumheimildir á Netinu.82
Samkvæmt reynslusögum þessum, sem borist hafa víða að,
virðast nákvæmar skammtastærðir skipta mestu máli um áhrifin.
Meðhöndlunin hefur einnig sitt að segja,83 svo og góð þekking á
sveppnum og eiginleikum hans. Það virðist t.d. skipta máli hvar í
heiminum hann vex, svo og litblær hans og dílafjöldi, þar sem
minni sveppir með þéttari dílum (kornum) virðast áhrifameiri en
ljósrauðir sveppir með fáum dílum.84 Þroskastig sveppsins hefur
80 Sbr. Hajicek-Dobberstein 1995:116.
81 Sbr. Nyberg 1992:73.
82 Þar sem stór hluti eftirfarandi upplýsinga er einungis aðgengilegur á Netinu,
hefur reynst nauðsynlegt að vitna oftar til þess miðils en vanalega er gert. Ný-
legar frumheimildir, sjá t.d.: http://erowid.org/experiences/subs/exp_Amanit-
as.shtml; http://shroomery.org/amanita.php; http:// www.lycaeum.org/drugs/
plants/mushrooms/amanita.info; http://lycaeum.org/drugs/trip.report/aman-
itas. shtml; http://diseyes.lycaeum.org/fresh/amanmr.htm. Nýlegar skýrslur
vísindamanna, sjá t.d. Bianchi: „Personal Experience with Amanita muscaria."
83 Við þurrkun verða t.d. ákveðin efnahvörf, þar sem íbótensýra umhverfist í
múskímól. Þurrkun í miklum hita, svo sem sólarhita, eykur enn frekar magn
múskímóls. Virkni ferskra og þurrkaðra sveppa getur því verið afar ólík. Sjá t.d.
Kendrick 1992:341, Tsunoda 1993 og Saar 1991:167-168. Sven Harneson
(1994:2. kafli) telur hugsanlegt að berserkir hafi neytt sveppsins samhliða
mjöðdrykkju eða blandað honum saman við mjöð.
84 Sbr. t.d. Saar 1991:166-167 og Lewin 1964:125. Hatturinn hefur að geyma mest
af eitri og er því áhrifameiri en stilkurinn, sbr. Nyberg 1992:73. Einnig hefur
verið álitið að hin virku efni sé fyrst og fremst að finna í hýði hattarins, sbr.
Ramsbottom 1953:44.