Skírnir - 01.09.2001, Blaðsíða 79
SKÍRNIR
UM BERSERKI
343
ekki leyft sér að neyta hans jafnoft og þeir efnameiri. Þetta kom
þó ekki alltaf að sök, því að mönnum hafði lærst að þeir gætu not-
ið áhrifa hans með öðrum hætti og allt eins áhrifamiklum, því að
eiginleikar amanita muscaria (efnasambönd hans) varðveitast í
líkama neytenda og skila sér því með þvagi (sem hægt er að end-
urnýta í allt að fimm skipti). Fátækur almúginn gat því beðið þess
að sjamaninn eða hinir efnameiri köstuðu af sér þvagi og gert sér
það að góðu. Annað ráð var að hafa góðar gætur á hreindýrunum,
sem kváðu vera sólgin í sveppinn ekki síður en mennirnir. Hrein-
dýri, sem nýlega hafði neytt sveppsins, mátti slátra og þar með
öðlast hin eftirsóknarverðu áhrif með því að matbúa kjöt dýrs-
íns.
En áhrif sveppsins eru ekki öll á þennan veg og takmarkast því
ekki við þau áhrif sem nefna mætti „ýkta skynjun". Öllu neikvæð-
ari áhrif, sem oftast nær fylgja stærri skömmtum og geta komið
heim og saman við hamagang berserkjanna, eru: meiri neikvœðni
(í garð andstæðinga - sbr. mögnun tilfinninga), vöðvasamdrættir
(skjálfti),94 aukin árásar- og ofbeldishneigðf5 aukinn krafturf6
93 Um þvag, sjá Hajicek-Dobberstein 1995:106; Schultes og Hofmann 1992:83;
Lewin 1964:125-126 og Ramsbottom 1953:46; um hreindýrakjöt, sjá t.d. Saar
1991:168.
94 Sbr. Ammirati 1985:167 og Lewin 1964:126 og 128. Skjálftinn er mjög algeng-
ur samkvæmt framangreindum reynslusögum og má finna dæmi um hann á
flestum þeim vefslóðum sem til hefur verið vísað.
95 Sbr. Lewin 1964:128 (þýðing höfundar): „Einnig er algengt að menn verði
gripnir gífurlega ofsafengnum innri æsingi. Hjá neytendum sveppsins sést
hvernig æsingur þessi eykst jafnt og þétt, þar til hann verður að raunverulegu
brjálæðiskasti" og ennfremur: „... í þessu ástandi eru ofbeldisviðbrögð afar lík-
leg“. Ekki er talið ráðlegt að trufla þann sem er undir áhrifum sveppsins, sbr.
Ammirati 1985:167 (þýðing höfundar): „Sjúklingur sem áreittur er í þessu
ástandi getur brugðist við með æðisköstum“. Sjá ennfremur Fabing 1956:410
og http://www.shroomery.org/amanita.php ?doc=4.
96 Sbr. Gron 1929:32 (þýðing höfundar): „... manni sem hefur neytt flugusvepps
virðist aukast svo styrkur að hann ber 120 punda hveitisekk, sem hann réði varla
við undir venjulegum kringumstæðum, 15 rússneskar mílur (16 km)“. Sjá enn-
fremur bls. 33; Nyberg 1992:73 (þýðing höfundar): „Einnig hafa verið skráð til-
felli þar sem farið er fram yfir mörk eðlilegs líkamsstyrks, t.d. þar sem fólk er
fært um að ganga langar vegalengdir í miklum snjó, án þess að þreytast ...“;
Smith 1997: The Amanita Intoxication (þýðing höfundar): „Eitrunarein-
kenni sveppsins geta verið mjög breytileg, frá ógleði, svita og froðumyndun í