Skírnir - 01.09.2001, Page 80
344
AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
SKÍRNIR
óhljóð97 ónæmi fyrir sársauka,98 breytingar á hörundslit (rautt
andlit),99 gnístan tanna ogfroðumyndun í munni,100 villt augna-
ráð og óeirð (neytandi æðir umf01 sem leiðir til máttleysis og
þreytu.102 Ekki þarf að koma á óvart að margir þeirra sem greint
hafa frá slíkri reynslu vara sterklega við neyslu sveppsins.
Eins og sjá má geta allmargar heimildir um að sveppurinn færi
neytanda sínum aukinn styrk/kraft (sbr. nmgr. 96 og c-lið framan-
greindrar flokkunar Saar). Þetta er þó e.t.v. rétt að taka með fyrir-
vara, því eins líklegt er að sveppurinn geti haft þau áhrif að neyt-
anda finnist honum aukast máttur, þ.e. að sveppurinn efli fyrst og
fremst andann. Engu að síður er styrkurinn allvíða nefndur og til
gamans mætti geta um reynslusögu frá því í ágúst 2000, sem segir
frá tveimur félögum og tilraunum þeirra með neyslu amanita
muscaria í hinum ýmsu skammtastærðum.103 Félagarnir komu sér
fyrir undir trjám, fjarri mannabyggðum, þaðan sem þeir horfðu á
munni, sem orsakast af miklu magni múskaríns í sveppnum, til mikillar sælu,
hástemmds ástands, ofheyrna og ofsýna, og aukins styrks og þols fyrir áhrif
múskímólsins, eða hins allra besta; að finna fyrir þörf til að dansa og syngja.
Þess ber þó að geta að sveppurinn felur í sér jafnt himnaríki sem helvíti. Á
meðan hann getur ieitt til alsælu í einu tilviki, þá getur hann eins orsakað hryll-
ing í því næsta. í eitt skipti getur hann valdið orku og styrk og í annað sinn hin-
um þyngsta sljóleika" (skáletrun mín); von Langsdorf 1972 (þýðing höfund-
ar): „Taugarnar hafa orðið fyrir mikilli örvun, og í þessu ástandi getur hinn
minnsti ásetningur brotist fram í afar kraftmiklum framkvæmdum. Sem sé, ef
einhver er um það bil að stíga yfir strá eða smásprek, þá trampar hann og
stekkur sem hindrunin væru trjábolir.“ Sjá ennfremur http://www.er-
owid.org/experiences/exp.php3 ?ID=1754, http://leda.lycaeum.org/Trips/
I_am_a_river.6535.shtml og Saar 1991:164, þar sem talin eru upp fjölmörg
dæmi um neyslu sveppsins meðal Síberíubúa, í þeim tilgangi að auka líkams-
styrk við erfiðisvinnu og á álagstímum.
97 Sbr. t.d. Breen 1999:88-89.
98 í sjúkraskýrslu frá sjötta áratug 20. aldar, sem felur í sér lýsingu á eitrun af
völdum amanita muscaria er fyrst bent á ónæmi fyrir sársauka. Sjá Fabing
1956:410.
99 Sbr. Lewin 1964:128.
100 Sbr. Saar 1991:171 og Breen 1999:88.
101 Sbr. Lewin 1964:128. Þetta er mjög algengur þáttur.
102 Sbr. Nyberg 1992:73, Lewin 1964:128 og Ramsbottom 1953:46. Þetta kemur
víða fyrir á framangreindum vefsíðum.
103 Sjá http://leda.lycaeum.org/Trips/Somewhat_Hazy.5442.shtml.