Skírnir - 01.09.2001, Page 81
SKÍRNIR
UM BERSERKI
345
dádýrahjörð á beit. Segja má að annar þeirra, sem virðist hafa
fengið sér heldur ríflegan skammt, hafi orðið fyrir nánast dramat-
ískum áhrifum, sem brutust fram í gríðarlegri orku sem honum
fannst hann þurfa að hlaupa af sér, auk þess sem hann bæði svitn-
aði og slefaði (froðufelldi). Á hlaupunum varð hann gagntekinn
ofskynjunum, þar sem honum þótti hann vera dádýr; hann varð
m.ö.o. að því dýri sem hann hafði einbeitt sér að síðasta hálftím-
ann! Maðurinn virtist algjörlega ónæmur fyrir því líkamlega áreiti
sem hann varð fyrir meðan á hlaupunum stóð (meiðslum) og
mundi því ekki eftir að hafa orðið fyrir því. Ekki er laust við að
sagan, sem að sjálfsögðu er rétt að taka með fyrirvara, minni á
kunnuglegar kringumstæður, enda er auðvelt að ímynda sér her-
mann í slíku ástandi; hlaupandi af sér orkuna inn í her andstæð-
inga sinna, e.t.v. sannfærður um að vera björn, úlfur eða annars
konar villidýr, höggvandi á báðar hendur og ónæman fyrir ásókn
mótherjanna og meiðslum af þeirra völdum.
En hvað með einbeitingu manns í slíkum ham? Eins og með
flest önnur áhrif sem sveppurinn getur haft á neytendur fer tvenn-
um sögum af þessum eiginleika:
Geðsveiflur voru misdjúpar: í sumum tilvikum hélt viðkomandi maður
sambandi við umhverfi sitt og var fær um að fylgjast með eigin hegðun all-
an þann tíma sem áhrifa amanita muscaria gætti; í öðrum tilvikum missti
hann hvort tveggja; athygli og sjálfstjórn.104
Auðveldlega má gera sér í hugarlund að sá sem fellur í eins konar
leiðslu, sér sýnir og heyrir ofheyrnir, sé ekki líklegur til mikilla af-
reka í orrustu. Nokkrar af framangreindum reynslusögum bera
hins vegar vott um að neytandi haldi fullri einbeitingu, eða jafnvel
að einbeitingarhæfni hans skerpist. Menn virðast hvort heldur sem
er geta leikið tölvuleiki sem krefjast mikillar einbeitingar, spilað á
spil eða horft á kvikmyndir.105 Það er því mögulegt að þáttur eins
104 Þýðing höfundar, sbr. Saar 1991:165. Sjá ennfremur bls. 166, þar sem m.a. er
getið um að þreyttir veiðimenn hafi neytt sveppsins til að endurnærast.
105 Sbr. t.d. „... lítils háttar hreyfihömlun, en einbeitingarskortur enginn; algjör-
lega fær um að taka þátt í rökleikjum...“, sjá http://www.lycaeum.
org/drugs.old/plants/mushrooms/amanita.info (þýðing höfundar); http:
//leda. lycaeum.org/Trips/I_am_a_river.6535.shtml. Ennfremur: „Sé maður