Skírnir - 01.09.2001, Page 92
356
STEINDÓR ERLINGSSON
SKÍRNIR
Þorvaldur og náttúruvísindi I
Fyrstu kynni Þorvalds af þróunarkenningu breska náttúrufræð-
ingsins Charles Darwin (1809-1882) voru við lestur greinar Bene-
dikts Gröndals (1826-1907), skálds og náttúrufræðings, „Tím-
ans“, sem birtist í tímaritinu Gefn árið 1872. í Minningabók Þor-
valds, sem Hið íslenska fræðafélag gaf út að honum látnum, segir
að
Gefn, tímaritið, sem Ben. Gröndal gaf út, þótti mjer gaman að lesa, og
fræddist þar um margt; þar var margt ágætt og vel ritað, en menn skyldu
það ekki og gáfu því lítinn gaum; í Gefn kyntist ég fyrst þróunarkenningu
Darwins ... um uppruna tegundanna, þarf ég varla að geta þess, að bók
þessi hafði mikil áhrif á mig eins og flesta aðra, sem eitthvað höfðu feng-
ist við náttúruvísindi.5
Benedikt kom víða við í ritgerðinni, en er talið barst að þróunar-
kenningunni fór ekki á milli mála hvar hann stóð. Benedikt var
fullur aðdáunar á kenningu Darwins og taldi einsýnt að „menn
eigi ekki svo lángt í land til þess að geta myndað [frum]-lífsefni[ð]
og þar með lífið".6 Smitaðist Þorvaldur af þessum áhuga læriföð-
ur síns, en auk þess að lesa Uppruna tegundanna las Þorvaldur á
menntaskólaárunum nýútkomna bók Darwins, The Expressions of
the Emotions in Man and Animal, og ritaði raunar menntaskóla-
ritgerð er ber heitið „Um geðshræringar" upp úr henni.7 Áhugi
Þorvalds á þróunarkenningunni hafði ekki dvínað er hann hóf
nám í náttúrufræðum við Hafnarháskóla 1875, því á fyrstu tveim-
ur námsárunum lagði hann mikla áherslu á dýrafræði, sem síðar
vék fyrir áhuga hans á jarð- og landafræði.
Er Þorvaldur kom heim frá námi 1880 hóf hann störf við
Möðruvallaskóla, en samhliða kennarastarfinu ritaði hann af mikl-
um krafti alþýðleg fræðirit, m.a. um málefni tengd þróun lífsins.
5 Þorvaldur Thoroddsen 1922-23:103 (I). Höfundur hefur haldið stafsetningu
Þorvalds að mestu óbreyttri í greininni.
6 Benedikt Gröndal 1872:39.
7 Darwin [1859] 1964 og [1872] 1965; Lbs 2101 4to. Ritgerðina er að finna í böggli
er hefur að geyma ýmis gögn frá árunum 1870-1875. Um ritgerðina verður fjall-
að síðar í greininni.