Skírnir - 01.09.2001, Page 95
SKÍRNIR HUGMYNDAHEIMUR ÞORV. THORODDSENS
359
lopt hverfa í djúpinu og sameinast steinefnunum. Þá er allt í eyði og tómt,
kuldi og hiti fjarskalegur eins og á tunglinu.
Þá er allt dautt á jörðinni, en alheimslífið er þó ekki horfið. Óteljandi
stjörnugrúi skapast og hverfur en alltaf er lífið einhverstaðar á hnöttun-
um. Efnið er eilíft, breytir myndum en týnist aldrei. Ný lífskveikja vakn-
ar er önnur hverfur, á þeim hnöttum sem eru orðnir svo úr garði gerðir
að líf getur þróast, fer smátt og smátt að myndast hið lægsta líf er hefur
sig til meiri og meiri fullkomnunar, taugakerfi hinna lægstu dýra verður
betra og betra, meðvitundarlaus lífshreyfing verður að óglöggum
draumórum og loks að sjálfsvitund, náttúran skapar sjálfa sig og sína eig-
in dýrð gegnum sín eigin handverk.17
Eins og hér má sjá var Þorvaldur á þeirri skoðun að líf gæti kvikn-
að hvar í alheiminum sem lífsskilyrði væru til staðar og í anda
Haeckels taldi hann að þetta frum-líf myndi vegna þróunarferlis-
ins geta af sér meðvitað líf.
Þorvaldur komst snemma í tæri við þróunar- og efnishyggju-
hugmyndir um eðli hugans. I áðurnefndri ritgerð, sem hann ritaði
í Lærða skólanum, fjallar hann um bók Darwins, The Expressions
of the Emotions in Man and Animal, þar sem Darwin beitir sam-
anburðaraðferðinni til þess að sýna fram á að grundvöllur atferlis
og tilfinninga hjá mönnum og (spen)dýrum sé hinn sami; afleiðing
þróunar frá sameiginlegum forföður. Með þessu riti má segja að
Darwin hafi lokið verkinu sem hann hóf 1859 með Uppruna teg-
undanna. Þar fjallaði hann almennt um þróun og uppruna tegund-
anna, sem drifin væru áfram af náttúrlegu vali, án þess að geta sér-
staklega um manninn. Darwin bætti úr því árið 1871 er hann birti
The Descent of Man and Selection in Relation to Sex, þar sem sýnt
var fram á að maðurinn og félagsatferli hans væru afleiðing þróun-
ar.18 Með þessu riti missti maðurinn líkamlega sérstöðu sína og að
miklu leyti þá andlegu, sem Darwin afnam endanlega með The
Expressions.
I ritgerðinni segir Þorvaldur að það muni vera hverjum manni
„kunnugt, að ýmsar geðshræringar manna og dýra koma fram á
17 Lbs 2057 4to; sjá Haeckel 1899:428-31. Sjá einnig enska þýðingu á bók
Haeckels ([1901] 1992:370-73).
18 Darwin 1871.